Sigurbjörg ÓF 1

1016. Sigurbjörg ÓF 1. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar af síldarmiðunum má sjá Sigurbjörgu ÓF 1 hvar hún siglir framundan Dagfara ÞH 70.

Sigurbjörg ÓF 1 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði og kom hún til heimahafnar í fyrsta skipti þann 13. ágúst 1966.

Sigurbjörg ÓF 1 þótti mjög vandað skip, það stærsta sem íslendingar höfðu fram að þessu smíðað og fyrsta stálskipið sem smíðað var á Akureyri.

Sigurbjörg ÓF 1 var 335 brl. að stærð, búin 960 hestafla MWM aðalvél. Endurmæld árið 1970 og mældist þá 278 brl. að stærð.

Sigurbjörg ÓF 1 var gerð út frá Ólafsfirði til ársins 1979 þegar nýr skuttogari, Sigurbjörg ÓF 1, sem einnig var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri leysti hana af hólmi.

Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð það ár og fékk nafnið Pálmi BA 30. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Sigurbjörg ÓF 1

  1. Sigurbjörg var vandað og virkilega fallegt skip,henni var ekki vel sinnt eftir að hún fór úr Ólafsfirði því miður.Þarna er hún trúlega ársgömul og Dagfari nýr.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s