
Sigurbjörg ÓF 1 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði og kom hún til heimahafnar í fyrsta skipti þann 13. ágúst 1966.
Sigurbjörg ÓF 1 þótti mjög vandað skip, það stærsta sem íslendingar höfðu fram að þessu smíðað og fyrsta stálskipið sem smíðað var á Akureyri.
Sigurbjörg ÓF 1 var 335 brl. að stærð, búin 960 hestafla MWM aðalvél. Endurmæld árið 1970 og mældist þá 278 brl. að stærð.
Sigurbjörg ÓF 1 var gerð út frá Ólafsfirði til ársins 1979 þegar nýr skuttogari, Sigurbjörg ÓF 1, sem einnig var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri leysti hana af hólmi.
Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð það ár og fékk nafnið Pálmi BA 30. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sigurbjörg var vandað og virkilega fallegt skip,henni var ekki vel sinnt eftir að hún fór úr Ólafsfirði því miður.Þarna er hún trúlega ársgömul og Dagfari nýr.
Líkar viðLíkar við