Geir ÞH 150

462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF 54. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessum myndu Hreiðars Olgeirssonar frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar má sjá Þórshafnarbátinn Geir ÞH 150 draga netin á Skjálfandaflóa. Gæti hafa verið vorið 1983.

Geir ÞH 150 hét áður Eskey SF 54 en upphaflega Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 fyrir Sveinbjörn Á. Sveinsson á Neskaupsstað. Hann átti bátinn til ársins 1969 en í desember það ár keypti Eskey h/f á Hornafirði bátinn. Og nefndi Eskey Sf 54.

Haustið 1982 fær báturinn nafnið Geir ÞH 150 þegar hann var keyptur til Þórshafnar.

Í Morgunblaðinu 27. október 1982 mátti lesa eftirfarandi frétt:

Um70 lesta eikarbátur, Eskey SF 54, frá Hornafirði, var keyptur hingað á dögunum, en það eru feðgarnir Jónas Jóhannsson og Jóhann Jónasson, ásamt Árna Helgasyni, sem kaupa bátinn hingað.

Báturinn verður langstærstur í flotanum, en hér eru nú 12 dekkbát- ar á veiðum, allt frá 10 lestum upp í 70 lestir með tilkomu Eskeyjar, sem verður gerð út á línu, eins og reynd- ar flestir aðrir bátar hér.

Þeir feðgarnir Jónas og Jóhann hafa undanfarin misseri gert ú t Geir ÞH, sem er 36 lesta bátur og hefur verið hið mesta aflaskip. Hann er hins vegar orðinn gamall og úr sér genginn.

Afli bátanna hefur verið mjög tregur síðustu vikurnar, þrátt fyrir góða tíð. Hins vegar hefur togarinn aflað mjög vel. Hefur fengið um 1.000 tonn á tæplega þremur mánuðum.

Báturinn hét þessu nafni til ársins 1994 þegar hann var keyptur til Húsavíkur og fékk nafnið Guðrún BJörg ÞH 60.

462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF 54. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s