Haraldur EA 62

464. Haraldur EA 62 ex Gnýfari SH 8. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Þarna fer Haraldur EA 62 svona líka fallega skveraður niður úr slippnum á Húsavík en myndina tók Þorgeir Baldursson.

Haraldur EA 62 var í eigu samnefnds fyrirtækis á Dalvík sem keypti hann frá Grundarfirði árið 1979. Báturinn hét áður Gnýfari SH 8 og var smíðaður árið 1960 í Dráttarbrautinni h/f í Neskaupstað fyrir Gnýfara h/f í Grundarfirði.

Báturinn var 65 brl. að stærð, upphaflega búinn 400 hestafla MWM aðalvél en árið 1973 var sett í hann 370 hestafla Cummins. Árið 1974 var hann endurmældur og mældist þá 64 brl. að stærð. Árið 1985 vék Cumminsinn fyrir nýrri 496 hestafla vél sömu tegundar

Haraldur VE 62 var seldur til Vestmannaeyja árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Ágústa Haraldsdóttir VE 108.

Nánar verður sagt frá sögu bátsins eftir 1991 síðar en hann var tekinn af skrá 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s