Barðinn GK 475

160. Barðinn GK 475 ex Jón Sturlaugsson ÁR 7. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Þorgeir Baldursson tók þessa mynd af Barðanum GK 475 þegar síldveiðar voru stundaðar inn á fjörðum austanlands. Sennilega 1986.

Barðinn GK 475 hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2 og var smíðaður í Risør í Noregi árið 1960 fyrir Bæjarsjóð Ólafsfjarðar. Selt hlutafélaginu Þresti á Ólafsfirði í janúar 1961.

Árið 1972 var Ólafur Bekkur ÓF 2 seldur til Ólafsvíkur, kaupandinn Valafell hf. Skipið fékk nafnið Valafell SH 157. Það mældist upphaflega 155 brl. að stærð en árið 1972 var það endurmælt og varð þá 129 brl. að stærð. 380 hestafla Alpha aðalvél var upphaflega í skipinu en 1974 leysti 600 hestafla vél sömu gerðar hana af hólmi.

Árið 1975 kaupir Snorri Snorrason á Dalvík skipið en engar nafna- né númerabreytingar verða á því. Það er svo selt Hraðfrystistöð Eyrarbakka árið 1976 og fékk það nafnið Goðaborg ÁR. Í desember 1977 kaupir Guðni Sturlaugsson í Þorlákshöfn skipið og gefur því nafnið Jón Sturlaugsson ÁR 7.

Skipið var aftur endurmælt 1979 og þá var útkoman 131 brl. og árið síðar eða 1980 er skipið selt Barðanum hf. í Kópavogi. Þá fékk það nafnið Barðinn RE 243. Í október 1985 var það selt Mumma hf. í Sandgerði og hélt það nafninu en varð GK 475 eins og sjá má á myndinni. Heimild: Íslensk skip

Barðinn GK 475 strandaði undan Hólahólum nærri Dritvík á Snæfellsnesi 14. mars 1987 Þyrla LG, TF-SIF, bjargaði níu manna áhöfn bátsins sem eyðilagðist á standstað.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s