
Hafbjörg EA 23 frá Hauganesi siglir hér inn Skjálfandann um árið en hún var gerð héðan út til úthafsrækjuveiða um tíma. Eigandi og útgerð Auðbjörg s/f á Hauganesi við Eyjafjörð.
Hafbjörg EA 23 hefur áður komið við sögu á síðunni þar sem stiklað var á stóru í sögu hennar en hún var smíðuð í Danmörku árið 1961 og hét upphaflega Gísli lóðs GK 130.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution