
Línubátur Stakkavíkur ehf., Katrín GK 266, var í skveringu í Njarðvík um daginn og kom blá út úr henni.
Jón Steinar tók þessa myndasyrpur af Katrínu GK 266 í gær er hún kom til hafnar í Grindavík. Það brimaði aðeins þegar að hæg norðanáttin mætti sunnan bárunni skrifaði ljósmyndarinn.
Búið að lengja bátinn (1997), og stytta aftur (2006), ásamt því að byggja yfir frá því hann var smíðaður á Ísafirði 1988. Katrín hét Jón Helgason ÁR 12 upphaflega og var með heimahöfn í Þorkákshöfn.
Katrín GK 266 er 14,98 metrar að lengd. 3,8 metrar að breidd og mælist 25 Bt að stærð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution