Ísleifur VE 63 kom með 2000 tonn til Vestmannaeyja í dag

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Ísleifur VE 63 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og líkt og kompanískipið Kap VE 4 var hann með kolmunna úr Færeysku lögsögunni.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Aflinn var 2000 tonn en Ísleifur hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og gaf skipinu nafnið Ísleifur VE 63.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Ísleifur VE 63 er 1218 brl/2000 BT að stærð. Hann er 73 metrar að lengd og breiddin er 12,6 metrar. Aðalvélin er 5,870 hestafla M.a.k. frá árinu 2000.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðbjörg GK 77 á leið í línuróður

2468. Guðbjörg GK 77 ex Guðbjörg GK 666. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línubáturinn Guðbjörg GK 77 hélt í línuróður frá Grindavík sl. mánudgaskvöld og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

2468. Guðbjörg GK 77 ex Guðbjörg GK 666. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Upphaflega hét báturinn, sem er í eigu Stakkavíkue ehf., Ársæll Sigurðsson HF 80 og var smíðaður í Kína árið 2001. Yfirbyggður í Póllandi 2005 og lengdur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2015.

2468. Guðbjörg GK 77 ex Guðbjörg GK 666. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kap VE 4 kom að landi með 1500 tonn af kolmunna í morgun

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 kom í morgun til Vestmannaeyja með um 1500 tonn af kolmunna sem fékkst í Færeyskri lögsögu. Þar ku vera mokveiði hafði ljósmyndarinn eftir stákunum á Kap. Aflin fékkst í fjórum togum og það stærsta var 670 tonn.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 hét upphaflega Jón Finnsson RE 506 og var smíðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann. 1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið sem fékk nafnið Hersir Ár 4.

1742. Kap II VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. keypti Hersir ÁR 4 vorið 1997 og fékk hann nafnið Kap VE 4. Árið 1998 var skipið selt Faxamjöli hf. og fékk það þá nafnið Faxi RE. Það var síðan skráð hjá HB Granda eftir að dótturfélagið Faxamjöl var sameinað móðurfélaginu.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9.Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin keypti síðan Faxa RE aftur til Vestmannaeyja síðla árs 2015 og fékk skipið afur nafnið Kap VE 4.

Skipið var lengt árið 2000 og mælist eftir það 893 brl./1411 BT að stærð. Lengd þess og breidd er 60×11 metrar.

Aðalvélin er af Warstilagerð, 5800 hestöfl, sett niður um leið og skipið var lengt árið 2000.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skipt um brú

220. Víkingur AK 100 við Slippkantinn á Akureyri. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru þegar verið var að skipta um brú á nokkrum bátum og skipum í denn.

162. Bliki EA 12 ex Hringur GK 18 í slippnum á Akureyri. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson..
182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE 34 í slippnum í Skipavík Stykkishólmi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
530. Hafrún HU 12 ex Hafrún SH 204 í slippnum hjá Ósey. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
839. Sæljón EA 55 ex Sæljón SH 103 við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
1081. Fiskanes NS 37 ex Fagranes ÞH 123 í slippnum á Akureyri. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
1304. Ólafur Bjarnason Sh 37 við bryggju í Reykjavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldór Jónsson SH 217

540. Halldór Jónsson SH 217. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldór Jónsson SH 217 er hér á landleið úr netaróðri á Breiðafirði um árið.

 Báturinn var smíðaður 1961 á Akureyri fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík. Hann var upphaflega mældur 96 brl. að stærð og var með 400 hestafla M.W.M aðalvél. 1966 var báturinn skráður í eigu Stakkholts hf. Halldór Jónsson SH var endurmældur árið 1974 og mældist þá 92 brl. að stærð og þá var einnig skipt um aðalvél. 565 hestafla Caterpillar leysti þá upphaflegu af hólmi. Heimild Íslensk skip.

Í Degi á Akureyri, þann 7. júní 1961, var sagt frá sjósetningu bátsins:

Síðastliðinn laugardag var nýtt skip, byggt hjá Skipasmíða stöð Kaupfélags Eyfirðinga, sjósett. 

Þetta er 95 lesta skip, mjög álitlegt og vandað að gerð. Eigandi er Halldór Jónsson, útgerðarmaður í Ólafsvík, og er þetta þriðja skipið, sem skipasmíðastöðin byggir fyrir hann, en hið fimmta í röðinni, sem fer til Ólafsvíkur.

Nafn hins nýja skips er Halldór Jónsson. Vélin er 400 hestafla Mannheim-disilvél. Auk öryggis- og siglingatækja eru síldarleitartæki af Elack-gerð, og eru þau talin mjög fullkomin.

Alla járnsmíði annaðist Vélsmiðjan Oddi hf. Allt járn, smátt og stórt er sandblásið og málmhúðað á verkstæði þeirra Aðalgeirs og Jóns Guðmundssona.

Halldór Jónsson verður tilbúinn til síldveiða á komandi vertíð. Skipstjóri verður Þórir Stefánsson frá Dalvík.

Teikningu gerði Tryggvi Gunnarsson, skipasmíðameistari, og sá hann einnig um smíði skipsins.

Eftir að útgerð bátsins lauk lá hann lengi í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann grotnaði niður og var að lokum rifinn, hvar og hvenær er ég ekki með uppl. um núna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution