Jói á Nesi SH 159

1964. Jói á Nesi SH 159. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Jói á Nesi SH 159 kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en hann var smíðaður í Póllandi árið 1988.

Einn fjögurra báta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga þar á árunum 1987-1988 og þeirra stærstur og sá eini sem var yfirbyggður. Báturinn er 27,48 metrar að lengd, 6 metra breiður og mælist 103 brl./159 BT að stærð.

Hinir voru Auðbjörg SH 197, Skálavík SH 208 og Sandafell HF 82. Eigandi Jóa í Nesi SH 159 var Pétur F. Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík.

Í janúar 1990 var Jói á Nesi SH 159 keyptur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Fanney SH 24. Vorið 1998 fær Fanney nafnið Grundfirðingur en er áfram SH 24.

Árið 2000 er báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sæfari ÁR 170 sem hann ber enn í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skinney SF 20 kom til Reykjavíkur í morgun

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Togbáturinn Skinney SF 20 sigldi í morgun frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og náði Óskar Franz að fanga hann á kortið.

Skinney SF 20 hefur verið í Hafnarfirði frá því hún kom til landsins frá Póllandi eftir lengingu ofl. breytingar. Í Hafnarfirði var sett vinnslulína á millidekkið en ætli erindi Skinneyjar til Reykjavíkur sé ekki að ná í veiðarfæri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.