Sænes SU 44

1068. Sænes SU 44 ex Sænes GK 185. Ljósmynd Þór Jónsson.

Sænes SU 44 er hér á siglingu við Djúpavog um árið en báturinn var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1968.

Upphaflega hét báturinn Valur NK 108 en lengi vel hét hann Arnþór EA 16 frá Árskógssandi.

Síðan hét hann m.a Fossborg ÁR, Helguvík ÁR, Sæmundur GK og Sæmundur SF og Sæljós GK.

Báturinn hefur verið lengdur, settur á hann hvalbakur og ný brú. Hann er 64.7 brúttótonn, 21 metri að lengd og 4.8 metrar á breidd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björg SU 3 frá Breiðdalsvík

1935. Björg SU 3 ex Björg VE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Björg SU 3 frá Breiðdalsvík var einn þeirra úthafsrækjubáta sem komu oft til hafnar á Húsavík til að landa eða sækja sér þjónustu netagerðarinna ofl. aðila.

Báturinn er 123 brl./197 brútt­ót­onn að stærð, smíðaður í Svíþjóð 1988 fyr­ir Gísla V. Ein­ars­son út­gerðarmann í Vest­manna­eyj­um. Bát­ur­inn hét upp­haf­lega Björg og bar ein­kenn­is­staf­ina VE 5. 

Eftir að fyrirtæki Gísla sameinaðist Vinnslustöðinni hf. sumarið 2002 var Björg VE 5 seld austur á Breiðdalsvík þar sem hún varð SU 3.

1935. Björg SU 3 ex Björg VE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Björg SU 3 var seld til Grænlands í október 2004 þar sem hún fékk nafnið Kar Lars II og var, og er kannski enn, gerð út á rækju.

1935. Björg SU 3 ex Björg VE 5 Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution