Sigurvon ÍS 500

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar má sjá Sigurvon ÍS 500 leggja upp í róður frá Suðureyri við Súgandafjörð.

Sigurvon var smíðuð í Risør í Noregi 1964 og var smíðuð fyrir samnefnt fyrirtæki í Reykjavík sem Sigurður Pétursson útgerðarmaður og Guðmundur Ibsen skipstjóri stóðu að. Hún var RE 133 og var sögð hraðskreiðasti vélbátur flotans þegar hún ný.

Dagblaðið sagði svo frá 15. febrúar 1964:

Fyrir nokkrum dögum kom hing að til lands vélbáturinn Sigurvon RE 133 frá Noregi, þar sem báturinn var byggður.

Báturinn er búinn aflmikilli Wichmanvél með forþjöppu eða „turbínu“, sem er algjört nýmæli í bátavélum hér. 

Í gærdag hittu fréttamenn Vísis skipstjóra Sigurvonar og útgerðarmann, þá Guðmund Ibsen og Sigurð Pétursson um borð í bátnum við Grandagarð. Þeir sögðu, að báturinn hefði reynzt mjög vel í jómfrúferð sinni til íslands og meðalganghraðinn verið 11 sjómílur, sem er ekki mikið undir hraða togara.

Báturinn er 236 brúttólestir að stærð og byggður hjá Lindstölsskipasmíðastöðinni í Risör í Noregi. Sigurvon mun geta náð 12 sjómílna hraða á klst. og er það augljós kostur í kapphlaupinu um síldina.

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Sigurvon RE 133 var seld austur á Fáskrúðsfjörð í byrjun árs 1969 þar sem hún fékk nafnið Búðafell SU 90. Haustið 1971 er hún keypt til Suðureyrar og fær sitt fyrra nafn, Sigurvon, og verður ÍS 500. Eigandi Fiskiðjan Freyja.

Sigurvon ÍS 500 var gerð út frá Suðureyri til ársins 1994 er hún var seld til Tálknafjarðar og kom hún þangað í desember það ár. Áfram hét báturin Sigurvon og nú BA 257 og síðar bættist Ýr við Sigurvonarnafnið.

Tveim árum síðar, eða í desember 1996 var báturinn seldur á Rif þar sem hann fékk nafnið Faxaborg SH 207 og gerður út á línu sem fyrr.

Báturinn, sem var yfirbyggður 1985 um leið og sett var á hann ný brú ásamt fleiri breytingum, hét síðar Faxaborg SH 217 og að lokum aftur Sigurvon, en í það skiptið GK 172.

Skipt var um aðalvél í bátnum 1989 og kom 950 hestafla Cummins í stað Wichmannvélarinnar.

Sigurvon var seld til Noregs árið 2007.

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sisimiut í Hafnarfirði

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU 1. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Grænlenski togarinn Sisimiut GR6-500 kom til Hafnarfjarðar eldsnemma í gærmorgun.

Eins og kunnugt er hefur Þorbjörn hf. í Grindavík keypt togarann sem fer nú í slipp og kemur niður sem Tómas Þorvaldsson GK 10.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU 1. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution