Gústi Guðna heitir nú Matti Viktors

7768. Gústi Guðna SI 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Hér gefur að líta handfærabátinn Gústa Guðna SI 150 koma að landi á Siglufirði í júlímánuði árið 2015.

Gústi Guðna SI 150 var í eigu F-610 ehf. á Siglufirði frá árinu 2014 og þar til fyrir skömmu að Bubba Gump ehf. á Þingeyri við Dýraafjörð keypti bátinn.

Honum var gefið nafnið Matt Viktors ÍS 312.

Báturinn var smíðaður hjá Siglufjarðar-Seig ehf. á Siglufirði árið 2013, hann er 4,58 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ösp HF 210

2398. Ösp HF 210. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Krókaaflamarksbáturinn Ösp HF 210 kemur hér að landi í Hafnarfirði í júlí árið 2002 en hann var í eigu Mardísar ehf.

Í dag er báturinn gerður út frá Suðurnesjum undir nafninu Guðrún GK 90 og eigand Baltic ehf. en báturinn hefur heitið Jórunn ÍS 140, Jón Emils ÍS 19, Bjarni Egils ÍS 16, Bjarmi GK 33, HU 33 og GK 38 áður en hann varð Guðrún GK 90.

Báturinn var lengdur árið 2002 og telst vera Cleopatra 31 eftir það.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mark ROS 777 í Hafnarfirði

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Þýski frystitogarinn Mark ROS 777 er í Hafnarfjarðarhöfn og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum.

Skipið var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn þess er í Rostock.

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Togarinn er 84 metra langur og 16 metra breiður. íbúðir eru fyrir 34 manna áhöfn auk tveggja sjúkraklefa. Aðalvél er 4.000 kW og er hún af gerðinni MAK. 

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution