Húni II

108. Húni II ex Sigurður Lárusson SF 114. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Húni II lætur hér úr höfn á Húsavik 16. júní árið 2010.

Húni II var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Húni II HU 2 frá Höfðakaupstað.

Tryggvi Gunn­ars­son, skipa­smíðameist­ari, teiknaði Húna II. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Selfoss við bryggju á Húsavík

Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Skip Eimskipafélags Íslands, Selfoss, var við Bökugarðinn í gær en það skip kemur á tveggja vikna fresti til Húsavíkur.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia.


Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.