Óskar Halldórsson RE 157

962. Óskar Halldórsson RE 157. Ljósmynd Leifur Háknarson 1974.

Óskar Halldórsson RE 157 liggur hér utan á Reykjaborginn RE 25 í Reykjavíkurhöfn sumarið 1974.

Óskar Halldórsson RE 157 var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík sem nefndi hann eftir föður sínum Óskari Halldórssyni útgerðarmanni og síldarspekúlant.  

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ragnar Alfreðs GK 183

1511.Ragnar Alfreðs GK 183 ex Ragnar Alfreðs HU 7. Ljósmynd Þór Jónsson.

Ragnar Alfreðs GK 183 var smíðaður í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd og afhentur árið 1978.

Hann hét upphaflega Sif ÍS 90 og var frá Suðureyri við Súgandafjörð. Síðar Jóhannes Gunnar GK 74, Freyr HF 134, Vörðufell GK 205, Sandvík SK 188, Sandvík II GK 189, Gaui Gamli VE 6, Pétursey VE 6, Sólveig GK 39, Ragnar Alfrðs HU 7 og að lokun GK 183.

Báturinn er 14,50 brl. að stærð og er gerður út af Háeyri ehf. í Garðinum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution