Blængur NK 125 á veiðislóðinni

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Hákon U. Seljan Jóhannsson yfirvélstjóri á Bergey VE 544 tók þessar myndir af frystitogaranum Blæng NK 125 í gær.

Blængur NK 125 hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 210, einn stóru Spánartogaranna svokölluðu og sá eini sem er enn í fiskiskipaflotanum.

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Hann var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur árið 1973 í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan í Baskalandi.

Ögurvík hf. keypti Ingólf Arnarson RE 210 árið 1985 og gaf honum nafnið Freri RE 73. Honum var í framhaldinu breytt í frystitogara í Slippstöðinni á Akureyri.

Árið 2000 fór Freri RE 73 til Póllands umfangsmiklar breytingar þar sem fólust m.a í því að hann var lengdur um 10 metra og skipt um aðalvél. Togarinn er nú tæplega 79 metrar og í honum er 5000 hestafla Wartsila aðalvél.

Síldarvinnslan hf. festi kaup á Frera RE 73 í júní 2015 og fékk hann nafnið Blængur NK 125.

Eftir að Síldarvinnslan eignaðist Blæng NK 125 fór togarinn í gagngerar endurbætur í Póllandi og ný vinnslulína var sett í hann hjá Slippnum á Akureyri.

Blængur NK 125 hóf veiðar fyrir Síldarvinnsluna í febrúar 2017.

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution