Sigurður Pálsson ÓF 66

396. Sigurður Pálsson ÓF 66 ex Eyrún EA 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurður Pálsson ÓF 66 kemur hér að landi á Ólafsfirði um árið, Akureyrarsmíði sem enn er að undir nafninu Trausti EA 98.

Báturinn sem, er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður 1954 fyrir Hríseyinga í skipasmíðastöð KEA.

1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.

Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010. Heimild aba.is

Lúðvík hefur stundað strandveiðar á Trausta EA 98 undanfarin sumur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Veidar M-1-G í Hafnarfirði

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G var í Hafnarfjarðarhöfn í gær og tók Maggi Jóns þessar myndir af því.

Það var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöinni Simek AS í Flekkufirði á mars á síðasta ári. Heimahöfn þess er Álasund.

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Skipið er 55,5 metra langt og 13,20 metra breitt knúið Rolls-Royce Bergen aðalvél. (C25:33L6P – 1.920kW- 900rpm).

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Þetta skip leysti Veidar 1 af hólmi en það skip heitir í dag Þórsnes SH 109.

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution