Sunnutindur SU 59

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar á Akureyri um árið en þær sýna skuttogarann Sunnutind SU 5 frá Djúpavogi sem var þar í slipp.

Sunnutindur SU 59 var keyptur frá Noregi árið 1981 og í 12. tbl. Ægis 1982 sagði m.a:

15. desember á. s.l. ári kom skuttogarinn Sunnutindur SU 59 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Djúpavogs. Skuttogari þessi, sem áður hét Kapp Linné, er keyptur notaður frá Noregi, og er smíðaður hjá Kaarbes Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi árið 1978 og er nýsmíði nr. 88 hjá stöðinni. Sunnutindur SU er smíðaður hjá sömu stöð eftir sömu frumteikningu og Skafti SK (smíðaður 1972), en fyrirkomulag breytt. 

Skipið er upphaflega útbúið bæði sem ísfisk- og heilfrystitogari með slægingarvél, og þremur 5 t plötufrystitœkjum. Þá má nefna að skipið hefur flokkunartáknið EO, þ.e. uppfyllir kröfur um tímabundið vaktfrítt vélarúm. 

Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og má þar nefna: Tekin úr skipinu frystitœki og slægingarvél; sett í skipið ísvél og komið fyrir ísgeymslu; og bætt við tækjum í brú. 

Sunnutindur SU er í eigu Búlandstinds h.f. á Djúpavogi. Skipstjóri á skipinu hefur verið Guðmundur ísleifur Gíslason, en Stefán Aspar frá október s.l., og 1. vélstjóri Eðvald Ragnarsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ingólfur Sveinsson. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skipið mældist 299 brl. að stærð og rúmir 45 metrar að lengd.

Sunnutindur SU 59 hét aðeins tveim nöfnum hér á landi en hann var þriðja skip Búlandstinds sem bar þetta nafn. Togarinn fékk nafnið Baldur Árna RE 102 1999 og var síðan seldur til Namibíu árið 2003. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s