Geirfuglinn kemur að

2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag af Geirfugli GK 66 koma til hafnar í Grindavík.

2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Geirfugl GK 66 hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af gerðinni Seigur 1400. Hann er 14 metra langur, 4,20 á breidd og mælist 25 BT að stærð.


Báturinn er Grindvíkingum ekki ókunnur því bæði hefur Stakkavík ehf átt hann áður og eins hét hann Árni í Teigi GK 1 árin 2005-2012.

Annars er nafnarunan svona: 
Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666, Guðbjörg GK 666, Hulda HF 27, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Geirfugl GK 66.

Báturinn var yfirbyggður hjá Siglufjarðar-Seig árið 2014.

2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svanur RE 45 í heimahöfn sumarið 1974

1029. Svanur RE 45 ex Esjar RE 400. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974.

Hér liggur Svanur RE 45 í sinni heimahöfn sumarið 1974 og innan við hann liggja Hafrún ÍS 400 og Pétur Jónsson KÓ 50.

Svanur RE 45 hét upphaflega Brettingur NS 50 og var smíðaður árið 1967 fyrir Tanga h/f á Vopnafirði í Flekkufirði í Noregi. Brettingur var 317 brl. að stærð, búinn 800 hestafla Lister aðalvél.

Brettingur NS 50 var seldur til Reykjavíkur sumarið 1972 og fékk nafnið Esjar RE 400. Ári síðar keyptu Ingimundur Ingimundarson og Pétur Axel Jónsson Esjar og gefa honum nafnið Svanur RE 45.

Rúmu ári síðar er Ingimundur orðinn einn eigandi að Svaninum sem var RE 45 til ársins 2002. Þá varð hann RE 40 þegar nýrri og stærri Svanur RE 45 leysti hann af hólmi.

Svanur RE 40 var seldur úr landi árið 2003 en hann hafði verið lengdur og yfirbyggður árið 1979 og mældist þá 330 brl. að stærð. Þá var einnig skipt um aðalvél, 1.330 hestafla Wartsila kom í stað Listersins.

Árið 1994 fór Svanur RE 45 í gagngerar breytingar í Póllandi og svo sagði frá heimkomu hans í Morgunblaðinu 4. ágúst 1994:

Svanur RE 45 kom til heimahafnar í Reykjavík að morgni síðastliðins föstudags 29. júlí eftir gagngerar endurbætur í Póllandi.Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar útgerðarmanns fór skipiðhéðan til Nada-skipasmíðastöðvarinnar í Gdynia þann 4. apríl síðastliðinn.

Nær allt hefur verið endurnýjað annað en vél og nokkrar vistarverur. Framendi skrokksins var endurbyggður og sett perustefni á skipið. Allt ofan þilfars er nýsmíði, bæði brú, hvalbakur og rými undir brú þar sem meðal annars er nýtt eldhús og borðsalur. Einnig eru fjórir nýir svefnklefar í skipinu.

Skrokkurinn var sandblásinn að innan og utan og lestum breytt.Dælubúnaðinum er stjórnað úr brú. Í perustefninu er 30 tonna ferskvatnsgeymir.

Að sögn Ingimundar er nú verið að búa skipið til loðnuveiða. Skipstjóri á Svani RE 45 er Gunnar Gunnarsson og eru 14 í áhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution