Hraunsvík dregur netin út af Arfadalsvík

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar drónamyndir í morgun af netabátnum Hraunsvík GK 75 draga netin út af Arfadalsvík rétt vestan Grindavíkur.

Aflinn hjá þeim Viktori Jónssyni og Brynjólfi Gíslasyni sem róa á Hraunsvíkinni og eru eigendur Víkurhrauns ehf. sem gerir bátinn út var 2 tonn af boltafiski í nokkrar netalufsur sem að þeir lögðu í gærkvöldi.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hraunsvíkin var smíðuð í Svíþjóð 1984 og hét upphalega Húni II SF 18, síðar Gunnvör ÍS 53 og Konráð SH 60. Búið er að lengja hana, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. 

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður og Áskell komnir á flot í Brattavogi

2962.Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Togskipin Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48 eru komin á flot í Brattavogi þangað sem flutningaskipið Jumbo Jubilee kom þau á dögunum.

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur 2019.

Lokið verður við smíði skip­anna í Nor­egi, en þau eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverk­efni sem ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki sömdu um við Vard, sem rek­ur m.a. skipa­smíðastöðvar í Nor­egi, Rúm­en­íu og Bras­il­íu, auk Víet­nams.

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Gjögur 2019.

Áskell ÞH 48 hífður frá borði Jumbo Jubilee í gær.

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Gjögur 2019.
2958. Áskell ÞH 48 kominn á flot í gær. Ljósmynd Gjögur hf.
2952. Áskell ÞH 48 við síðu Jumbo Jubilee. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.
2958. Áskell ÞH 48 kominn á flot. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Meðfylgandi myndir er fengnar af Fésbókarsíðu Gjögurs hf. og birtar með leyfi frá fyrirtækinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristbjörg ÞH 44 áður Kristjón Jónsson SH 77

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH 77. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Síðasta myndin úr rammanum hans afa er af Kristbjörgu ÞH 44 sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77. 

Smíðaður í Skipavík fyrir Korra h/f í Ólafsvík árið 1967 en keyptur til Húsavíkur í byrjun árs 1969. Kaupendur voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar. Hlutafélagið Korri h/f var keypt og báturinn fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44.

Þegar ný Kristbjörg kom 1975 fékk þessi nafnið Kristbjörg II ÞH 244. Árið 1980 keypti Korri hf. Sigurberg GK 212 sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344. Þá var Kristbjörg II ÞH 244 seld en ekki fór hún langt.

Synir Olgeirs, Aðalgeir og Egill keyptu bátinn og nefndu Skálaberg ÞH 244. Þeir gerðu hann út til ársins 1985 að þeir stækkuðu við sig og Skálabergið selt til Flateyrar eftir að hafa verið 16 ár í flota húsvíkinga.

Ljósmyndina tók Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík en þarna var Kristbjörgin, sem var 37 brl. að stærð, með 47 tonn af þorski.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta

541. Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Hér kemur sú næsta úr rammanum hans afa en hún sýnir Kristbjörgu ÞH 44, þá fyrstu af fjórum.

Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8, 22 brl. að stærð, og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963.

Skálabrekkufeðgar gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur til Suðurnesja. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 og endar ævi sína, ef hægt er að tala um ævi báta, þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njörður ÞH 44 við bryggju á Húsavík

699. Njörður ÞH 44 ex Njörður TH 44. Ljósmynd úr safni HH.

Hér kemur fyrsta myndin af þrem sem héngu saman í ramma uppi á vegg hjá afa mínum, Olgeir Sigurgeirssyni útgerðarmanni á Húsavík.

Hér sjáum við fyrsta bát þeirra Skálabrekkufeðga við bryggju á Húsavík. Njörð ÞH 44, sem þeir keyptu af Sigurbirni Sigurjónssyni ofl. í marsmánuði 1961. Á dekki Njarðar eru bræðurnir Sigurður og Hreiðar Olgeirssynir ásamt yngri bróður.

Sigurður og Hreiðar áttu útgerðina með föður sínum og síðar kom þriðji bróðirinn Jón inn í útgerðina.

Njörður var smíðaður á Akureyri árið 1925 af Antoni Jónssyni skipasmið. Báturinn var 10 brl. að stærð og hét upphaflega Reynir EA 434.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Kristjánsson, Akureyri sem átti bátinn í fimm ár.

Þar segir jafnframt: 

Bátur þessi gekk á milli fjölda eiganda og bar ein sjö nöfn og sum oftar en einu sinni en með mismunandi einkennisstöfum. Þar sem gögnum ber ekki alfarið saman um á hvaða árum eignaskipti á bátnum áttu sér stað verður látið nægja að geta nafna hans í tímaröð. 

Reynir ÍS-504, Flateyri. 
Magnús RE-80, Reykjavík. 
Sæfari BA-131, Flateyri og Patreksfirði.  
Sægeir GK-308, Keflavík. 
Sægeir KE-23, Keflavík. 
Njörður NS-207, Hánefsstöðum. 
Njörður ÞH-44, Húsavík. 
Njörður EA-108, Akureyri. 
Kolbeinsey EA-108, Akureyri. 
Straumnes RE-108, Reykjavík. 
Straumnes GK. Grindavík. 

Kunnastur mun báturinn vera á Eyjafjarðarsvæðinu sem Njörður EA-108 og þá annars vegar í eigu Árna Ólafssonar, Akureyri og hinsvegar í eigu Guðmundar Haraldssonar, Akureyri. 
Seinustu árin var báturinn notaður sem vinnubátur í Grindavík. 

Báturinn hét Straumnes GK. er hann rak upp á Vatnsleysuströnd og var dæmdur ónýtur og tekinn af skrá 3. september 1985.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution