Reynir AK 18

733. Reynir AK 18 ex Reynir ÁR 18. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974.

Á þessari mynd Leifs Hákonarsonar má sjá Reyni AK 18 liggja utan á Áskeli ÞH 48 í Reykjavíkurhöfn.

Ég hef birt áður myndir af þessum bát á síðunni undir sama nafni en GK 47 og GK 355.

Þar kom fram að báturinn hét upphaflega Reynir VE 15, smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1958. Hann var 72 brl. að stærð. Eigendur hans voru Páll og Júlíus Ingibergssynir frá Hjálmsholti í Vestmannaeyjum.

Síðar hét hann Reynir ÁR 18, Reynir AK 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355 og að lokum Reynir GK 355.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hraunsvík leggur netin suður af Hópsnesi

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Á dögunum birtust myndir af Hraunsvík GK 75 þar sem kallarnir voru að draga netin en það þarf líka að leggja þau.

Á þessum myndum sem Jón Steinar tók eru þeir Viktor og Brynjólfur að leggja netin skammt suður af Hópsnesi.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar segir að þeir hafi verið að skreppa út upp úr kvöldmat og fara svo út svona 7-8 á morgnana, þannig að netin eru að fá um 12 tíma legu og fiskiríið hefur bara verið gott.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution