Dalborg EA 317

2387. Dalborg EA 317 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Dalborg EA 317 kemur að landi á Dalvík í dag en báturinn, sem er í eigu Bræðrastígs ehf. , er á strandveiðum.

Báturinn hét upphaflega Dínó HU 70 og var smíðaður árið 1999 í bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn var af gerðinni Cleopatra 28 en eftir lengingu er hann Cleopatra 31L.

Dínó HU 70 var seldur til Húsavíkur haustið 2003 og fékk nafnið Katrín ÞH 5. Síðan hefur báturinn heitið Katrín HF 50, Katrín SH 41, Siglunes SH 22, Kristín KÓ 251, Bjargey ÞH 238, Tumi EA 84 og loks Dalborg EA 317.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Árni Óla ÍS 81

1222. Árni Óla ÍS 81 ex Árni Óla ÍS 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Árni Óla ÍS 81 kemur hér til hafnar í Sandgerði í marsmánuði árið 2002.

Báturinn var smíðaður í Trésmiðju Austurlands hf. árið 1972 og hét upphaflega Árni ÓF 44. Hann var 17 brl. að stærð búinn 163 hestafla Scaniaðaðvél.

Á vefsíðu Árna Björns, aba.is, segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Sæmundsson, Sæmund Jónsson og Albert Ólafsson, Ólafsfirði sem áttu bátinn í fjögur ár.

Á árunum 1976-1992 hét hann Árni SF 70, Árni ÞH 252, Árni HF 15 og Árni SH 262 og eftir það Árni Óla ÍS 265 og Árni Óla ÍS 81 þar til yfir lauk.

1222. Árni Óla ÍS 81 ex Árni Óla ÍS 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Árni Óla ÍS 81 var kominn í núllflokk á Fiskistofu í ágúst árið 2004. Afskráður af skipaskrá Siglingamálastofnunar 13. júlí 2010 en sagður hafa farið á brennu um áramótin 2055-2005.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Máni GK 36

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Netabáturinn Máni GK 36 kemur hér að landi í Keflavík í marsmanuði árið 2002.

Máni GK 36 var smíðaður í Danmörku 1959 fyrir  fyrir Hraðfrystihús Grindavíkur og kom til heimahafnar á annan dag jóla það ár. 

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Máni GK 36 var gerður út frá Grindaví til ársins 1988 en þá var hann seldur til Tálknafjarðar og varð Máni BA 166. Vísir hf. í Grindavík keypti hann aftur til Grindavíkur árið 1990 og um það mátti lesa í Víkurfréttum 30. ágústa það ár:

Útgerðarfélagið Vísir s.f. í Grindavík hefur fest kaup á 72 tonna eikarbát, Mána BA 166 frá Tálknafirði. 

Bátur þessi er ekki með öllu ókunnur hér syðra því frá því að hann hljóp af stokkunum 1959 í Danmörku og til ársins 1988 hét hann Máni GK 36 og var í eigu Hraðfrystihúss Grindavíkur.

Árin 1996-1999 heitir báturinn Haförn ÁR 115 en sumarið 1999 fékk hann aftur nafnið Máni og verður GK 36 eins og tæplega fyrstu 30 árin.

Báturinn var rifinn árið 2007 í Þorlákshöfn.

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution