Prospect kom með hráefni fyrir PCC á Bakka

Prospect ex CFL Prospect við Bökugarðinn í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Prospect kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar skipað var upp hráefni fyrir PCC á Bakka.

Pospect var smíðað árið 2007 í Peters Shipyards í Hollandi og er 118,4 metra langt og 13,35 metra breitt. Mælist 4,106 BT að stærð.

Útgerð skipsins heitir CFL og er hollenskt skipafélag en skipið siglir undir fána Hollands og er heimahöfn þess Groningen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helga María AK 16 leigð til hafrannsókna við Grænland í sumar

1868 Helga María AK 16 ex Haraldur Kristjánsson HF 2. Ljósmynd Þór Jónsson.

HB Grandi undirritaði samning í vikunni um leigu á ísfisktogaranum Helgu Maríu, ásamt 11 manna áhöfn, til Grønlands Naturinstitut. 

Á heimasíðu HB Granda hf. segir að þar verði skipið við hafrannsóknir á hafsvæðinu við Grænland í 3 mánuði í sumar.

Grænlendingarnir eru að láta smíða nýtt hafrannsóknarskip á Spáni, sem verður ekki tilbúið fyrr en um vorið 2021. Í dag eru þeir ekki með rannsóknarskip og leigja því skip til að brúa tímann þar til nýja skipið verður tilbúið.

Auk 11 manna áhafnar frá HB Granda, verða allt að 10 vísindamenn frá Grønlands Naturinstitut um borð við rannsóknir.

Áætlað er að Helga María haldi frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi 10. júní nk. Skipstjóri verður Heimir Guðbjörnsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Finnsson GK 506

1283. Jón Finnsson GK 506 ex Havbas. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974.

Jón Finnsson GK 506 liggur hér í höfn í Reykjavík sumarið 1974 og senn skal haldið í Norðursjóinn. Liggur utan á Sigurði RE 4.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða h/f í Garði og var keyptur frá Noregi árið 1972. Hann var smíðaður í Smedvik Mek. Verksted, í Tjörvaag og hét áður Havbas. Hann var lengdur um 6,1 metra árið 1971.

Svo sagði frá komu hans í Morgunblaðinu 9. desember það ár:

Nýr bátur bættist flota landsmanna sl. fimmtudag, en þá kom til Keflavíkur, Jón Finnsson GK 506, 309 lesta skip. Jón Finnsson var keyptur fyrir nokkru í Noregi, en hann er þriggja ára gamalt skip en hann er þriggja ára gamalt skip.

Eigendur skipsins eru Gauksstaðir h.f. í Garði. Báturinn reyndist vel á heimsiglingu, en skipið er búið 900 ha Wichmann-vél. Þessi bátur er 5. báturinn, sem ber þetta nafn. Jón Finnsson sá fjórði var seldur á Eskifjörð og heitir nú Friðþjófur. Hann er 165 lestir.

Jón Finnsson fer nú á net, síðan loðnu og það sem til fellur. Skipstjóri er Gísli Jóhannesson.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða hf. í Garði til ársins 1978 er hann var seldur Gísla Jóhannessyni í Reykjavík. Hann var yfirbyggður 1976 og gerður út hér við land til ársins 1985 að hann var seldur til Chile.

Þar hélt hann nafninu og er enn að sem seiðaflutningaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Við bryggju í Þorlákshöfn

Bátar við bryggju í Þorlákshöfn á níunda áratug 20. aldarinnar. Ljósmynd Ágúst Guðmundsson.

Hér koma tvær myndir sem Ágúst Guðmundsson tók í Þorlákshöfn á níunda áratug síðustu aldar og sýna báta við bryggju.

Á efri myndinni get ég mér til að séu eftirtaldir bátar, efst eru 542.Hólmsteinn ÁR 20, 925.Helguvík ÁR utan á. 670.Greipur SH 7, 1054 Júlíus ÁR 111 utan á, 784.Narfi ÁR 20, 1639. Dalaröst ÁR 63 og 1245. Stokksey ÁR 50 utan á henni.

Bátar við bryggju í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug 20. aldarinnar. Ljósmynd Ágúst Guðmundsson.

Á þessari mynd get ég mér til að séu efst 1414. Gulltoppur ÁR 321, 1315.Eyrún ÁR 66 utan á, 1075. Hásteinn ÁR 8, 1266.Jósef Geir ÁR 36 utan á, 323. Jóhanna ÁR 206, í miðjunni 221. Brynjólfur ÁR 4 og ystur 951. Hafnarvík ÁR 113.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution