Sigurpáll ÞH 130 á leið upp í Húsavíkurslipp

1262. Sigurpáll ÞH 130 ex Guðbörg GK 517. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurpáll ÞH 130 í sleðanum á leið upp í slippinn á Húsavík 9 . júní árið 2008.

Upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík, smíðuð í skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri 1972. Síðar Ásgeir Torfason ÍS 96, Rúna RE 150, Óskar ÍS 68, Guðbjörg GK 517, og loks Sigurpáll ÞH 130.

Sigurpáll skemmdist í eldi á Skjálfanda haustið 2008 og var seldur í því ástandi. Nýir eigendur settu á bátinn nýtt stýrishús en hann heitir í dag Vilborg ST 100 og er með heimahöfn í Djúpuvík á Ströndum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dintelborg við Bökugarðinn

Dintelborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hollenska flutningaskipið Dintelborg kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 1999 í skipasmíðastöðinni Scheepswerf van Diepen í Hollandi, það er 133,41 metra langt, 15,85 metra breitt og mælist 8350 GT að stærð.

Dintelborg siglir undir fána Hollands og hefur heimahöfn í Delfzijl.

Áki Hauksson rafvirki á Húsavík birti mynd af skipinu á Fésbókarsíðu sinni og setti þar fram ýmsan fróðleik um það:

Tvær lestar eru í skipinu, önnur er 41,99 metrar á lengd, 13,2 á breidd og 10,48 metrar á hæð, hin er 53,61 metrar á lengd, 13,2 metrar á breidd og 10,48 á hæð. Aðalvélin er af gerðinni Wartsila 8L38 og er 5280 kW við 600 RPM, hliðarskrúfan er 500Kw og skipið nær um 12 mílna ferð. Svartolíutankarnir eru 553 rúmmetrar, skipagasolíutankarnir eru 73 rúmmetrar og vatnstankurinn er 53 rúmmetrar. 

Það er hollenska fyrirtækið Royal Wagenborg sem á og rekur skipið, en Dintelborg er eitt af 170 skipum útgerðarfélagsins en stofnandi skipafélagsins hét Egbert Wagenborg og lét smíða fyrsta farmskipið fyrir sig 1888 svo sagan á bak við félagið er býsna gömul, þó félagið sem slíkt hafi ekki verið stofnað þá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.