Geir Goði GK 220

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geir Goði GK 220 kom nokkrum sinnum til hafnar á Húsavík þegar hann stundaði úthafsrækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi.

Geir Goði GK 220 var í eigu Miðness hf. en hét upphaflega Guðbjörg GK 220 og var í eigu Arnar hf. Báturinn var smíðaður í Marstrands Mek. Verksted A/B í Marstrand í Svíþjóð árið 1963.

Hann kom til heimhafnar í Sandgerði á Þorláksmessudag það ár og sagði Þjóðviljinn svo frá:

Á Þorláksmessu kom nýr bátur til Sandgerðis og ber hann nafnið Guðbjörg GK 220. Hann er eign Arnar h.f. 

Guðbjörg er 205 tonn að stærð, og er smíðuð í Marstrand í Svíþjóð og er hið fallegasta skip, búin öllum nýtízku tækjum. 

Þegar er búið að ráða 11 manna áhöfn á skipið og eru flestir mennirnir frá Sandgerði. Óli S. Jónsson verður skipstjóri og fer skipið út á vetrarsíldveiðar á næstunni. 

Björn Bjarnason frá Keflavík sigldi skipinu heim og reyndist það hið bezta.

Báturinn hét síðar Sæunn og Geir Goði en altaf var báturinn GK 220.

Geir Goði FIN 116K ex Geir Goði GK 220. Ljósmynd aðsend.

Miðnes hf. seldi Geir Goða GK 220 til Finnlands árið 1996 þar sem hann hélt nafninu. Árið 1998 sökk báturinn í miklu óveðri í Eystrasalti, ekki langt frá þar sem ferjan Estonia sökk árið 1994.

Mannbjörg varð þegar Geir Goði FIN 116K sökk en myndina af honum sendi Sveinn Ingi í skipasölunni Álasundi mér um árið.

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s