Beta GK 36 kom til Grindavíkur í dag

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Beta GK 36 kom til hafnar í Grindavík síðdegis í dag úr línuróðri og var aflinn um 8, 5 tonn samkvæmt upplýsingum ljósmyndarans.

Beta GK 36 er af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Má ehf. í Vestmannaeyjum árið 2008 og afhent um mitt það ár. Hét Beta VE 36.

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Samkvæmt vef Fiskistofu er Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. útgerðaraðili bátsins í dag en eigandi sem fyrr Útgerðarfélagið Már ehf. í Vestmannaeyjum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erla Kristín EA 155

2587. Erla Kristín EA 155 ex Ásdís ÞH 136. Ljósmynd Haukur Sigtrygur 2019.

Erla Kristín EA 155 úr Hrísey lenti fyrir linsunni hjá Hauki Sigtryggi í dag en báturinn er af gerðinni Sómi 795.

Báturinn, sem er Sómi 795, var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2003 og hefur borið eftirfarandi nöfn: Aðalbjörg Þ. BA 399. – Auðbjörg GK 88. – Auðbjörg GK 130. – Nonni í Vík SH 89. – Ásdís ÞH 136. – Erla Kristín EA 155.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lokadagur vetrarvertíðar

1263. Sæbjörg EA 184 ex Árný SF 6. Heimahöfn Grímsey. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

11. maí, var áratugum saman skráður lokadagur vetrarvertíðar á almanakinu og af því tilefni birtast hér nokkrar myndir sem Hreiðar Olgeirsson tók af norðlenskum netabátum.

Þeir áttu það sameiginlegt að allir voru þeir smíðaðir á Íslandi og áttu, þegar myndirnar voru teknar, heimahafnir við Eyjafjörð. Teljum Siglufjörð og Grímsey með.

1334. Haförn EA 155. Heimahöfn Hrísey. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1305. Auðbjörg EA 22 ex Auðbjörg HU 6. Heimahöfn Hauganes. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1452. Guðrún Jónsdóttir SI 155 ex Þorleifur EA 88. Heimahöfn Siglufjörður. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1311. Brík ÓF 11 ex Hafbjörg HU 100. Heimahöfn Ólafsfjörður. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1103. Otur EA 162 ex Búi EA 100. Heimahöfn Dalvík. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1318. Sæþór EA 101. Heimahöfn Árskógssandur. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.
1094. Frosti II ÞH 220. Heimahöfn Grenivík. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Már SH 127

1552. Már SH 127. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Skuttogarinn Már SH 127 kemur hér til hafnar í Ólafsvík, Fonsi tók myndina um árið.

Már SH 127 var annar tveggja skuttorgar sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga eftir þessari teikningu í Portúgal. Hinn var Jón Baldvinsson RE 208. Már var smíðaður 1980 en seldur til Rússlands skömmu fyrir aldamót eftir sameiningu nokkurra fyrirtækja.

Í 7. tölublaði Ægis segir m.a svo frá:

14. maí s.l. bættist nýr skuttogari við fiskiskipastól landsmanna, en þann dag kom skuttogarinn Már SH-127 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Ólafsvíkur.

Már SH er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 111 hjá stöðinni. Þetta er fyrsta fiskiskipið sem Portúgalir smíða fyrir Íslendinga, en samið var um smíði þess og annars systurskips í ágúst árið 1978. $íðara skipið, m/s Jón Baldvinsson RE, er nýlega komið til landsins.

Már SH er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson IS, sem var smíðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári.

Már SH er í eigu Útvers hf. í Ólafsvlk, en að því fyrirtœki standa fiskverkunarstöðvar í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, og Ólafsvíkurhreppur. Skipstjóri á skipinu er Sigurður Pétursson og 1. vélstjóri Garðar Rafnsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Kristján Pálsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórir og Skinney fyrir og eftir breytingar

2732. Skinney SF 20 – 2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Magnús Jónsson.

Maggi Jóns sendi mér þessar myndir sem sýna Hornfirðingana Skinney SF 20 og Þóri SF 77 fyrir og eftir breytingarnar sem fram fóru í Póllandi en skipin komu til landsins á dögunum.

Skipin voru smíðuð hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2008 fyrir Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði.

2731. Þórir SF 77 – 2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Magnús Pálsson 2019.

Hér liggja systurskipin í Hafnarfjarðarshöfn þar sem vinnslu­lína verða sett í þau en hún er hönnuð og smíðuð af Micro í Garðabæ í sam­starfi við starfs­fólk Skinn­eyj­ar-Þinga­ness.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution