Ársæll ÁR 88

1014. Ársæll ÁR 88 ex Dúi ÍS 41. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Humarbáturinn Ársæll ÁR 88 lætur hér úr höfn í Þorlákshöfna sumarið 2009 en þá var hann í eigu Atlantshumars ehf.

Báturinn hét upphaflega Ársæll en var Sigurðsson GK 320 og með heimahöfn í Hafnarfirði. Síðar hét hann lengi vel Arney KE 50.

Því næst Auðunn ÍS 110 Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41  og loks Ársæll ÁR 88.

Báturinn var smíðaður í Brattavogi í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl s/f í Hafnarfirði.  Yfirbyggður og skipt um brú á Akureyri um 1980.

Eftir að Skinney-Þinganes hf. keypti Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn árið 2016 var Ársæll seldur í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hjalteyrin EA 310

1371. Hjalteyrin EA 310 ex Linni II SH 308. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Dragnótabáturinn Hjalteyrin EA 310 kemur hér að landi á Dalvík þann 17. maí árið 2007.

Það var samnefnt útgerðarfélag í eigu Samherja hf. sem gerði bátinn út í 1-2 ár.

Báturinn var smíðaður árið 1974 á Seyðisfirði af Vélsmiðjunni Stál. honum hefur verið breytt mikið. Það var gert meðan hann hét Guðfinnur KE 19 en upphaflega var þetta Vingþór NS 341. 

Í dag heitir hann Hannes Andrésson SH 737 og er gerður út til sæbjúgnaveiða af FISK Seafood ehf. en hann hefur heitið eftirfarandi nöfnum: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 7, Guðfinnur KE 19, Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 172, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og Hannes Andrésson SH 737.

1371. Hjalteyrin EA 310 ex Linni II SH 308. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Búið er að breyta bátnum mjög mikið. Hann hefur verið lengdur tvívegis, 1995 og 1997, og þilfarið var hækkað árið 1988 ásamt því að sett var á hann ný brú.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution