Lagarfoss kom til Helguvíkur nú undir kvöld

Lagarfoss. Ljósmynd KEÓ 2019. Flutningaskipið Lagarfoss kom til hafnar í Helguvík nú undir kvöld og tók Karl Einar Óskarsson þessa mynd úr hafnsögubátnum Auðuni. Lagarfoss er nýjasta skip Eimskips en það var smíðað í Kína árið 2014. Lengd þess er 140,7 metrar og breiddin 23,2 metrar. Mælist 10.106 GT að stærð. Siglir undir færeysku flaggi. … Halda áfram að lesa Lagarfoss kom til Helguvíkur nú undir kvöld

Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1980. Geiri Péturs ÞH 344 kemur hér til hafnar á Húsavík úr grálúðutúr vorið 1980 þar sem línan var beitt um borð. Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212. Rétt er að geta … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344