55 ára Hamar SH 224

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH 299. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2019.

Línuskipið Hamar SH 224 hafði stutta viðdvöl í Grindavík í gær og náði Jón Steinar þessum myndum af honum koma inn.

Hamar SH 224 hét upphaflega Jörundur II RE 299, smíðaður í Englandi 1964. 1969 var hann keyptur til Raufarhafnar þar sem hann fékk nafnið Jökull ÞH 299.

Þegar félagarnir létu smíða Rauðanúp fyrir sig í Japan árið 1973 var Jökull seldur á Rif. Þar fékk nafnið Hamar SH 224 sem hann ber enn þann dag í dag.

253. Jörundur II RE 299. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Í Morgunblaðinu 23. mars 1964 sagði m.a svo frá komu Jörundar II til landsins:

Sl. laugardag kom til Reykjavíkur nýr togbátur, Jörundur II, eign Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns,og von er á systurskipi hans, Jörundi III innan mánaðar.

Togbátarnir eru báðir byggðir í Selby í Englandi hjá Cochrane & Sons Ltd., en þar hafa fjölmargir íslenzkir togarar verið byggðir. Jörundur II er 267 lestir að stærð með 800 ha vél. Skipið á að geta fiskað á fernan hátt,verið við síldveiðar, á togveiðum, þorskanetjaveiðum og línuveiðum. 

Vegna togveiðanna er innsett stærri skrúfa og komið fyrir um borð öllum togútbúnaði. Í skipinu eru einangraðar aluminiumlestar með kælibúnaði. Þetta er fyrsta skipið sem búið er þannig að það geti haft tvær herpinætur á bátapalli samtímis.

Sérstök áherzla var lögð á að skipið hefði mikla kjölfestu og eru m. a. ballestageymar undir lest og í báðum endum þess. 

Skipstjóri er Runólfur Hallfreðsson frá Akranesi og kom hann með skipið heim. Jörundur II er farinn á veiðar með þorskanót.

Jörundur III, systkurskip Jörundar, er í byggingu í Englandi og verður tilbúið innan mánaðar.

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH 299. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Skipið hefur aðeins borið þessi þrjú nöfn á þeim 55 árum sem eru síðan hann kom inn í flotann. Það var yfirbyggt 1979 og skutlengt um sem nam einum metra árið 2000. Það er skráð 244 brl./344 BT að stærð og er búið 1000 hestafla Listeraðalvél síðan 1976.

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH 299. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hamar SH 224 er í eigu Kristins J. Friðþjófssonar á Rifi. Skipið fór í miklar endurbætur í Póllandi árið 2017 þar sem það var sandblásið alveg frá kili og upp í mastur. Skipt var um lestargólf, öll lestin tekin í gegn og einangruð og sett var í hann nýtt stýri. Þá voru öll togspil tekinn úr skipinu og það betrumbætt til línuveiða auk annars. Var verkið unnið af skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s