Hitti fyrir gamlan kunningja norðarlega í Smugunni

ESKS. Steffano EK 16-01 ex Steffen C GR 6-22. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Alltaf gaman að fá gamla „kunningja“ í heimsókn segir Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjutogaranum Reval Viking við mynd sína í Fésbókarfærslu hans í dag.

Myndin er af rækjutogaranum Steffano sem er í eigu sama fyrirtækis og Reval Viking, Reyktal AS en þeir eru skráðir í Eistlandi með heimahöfn í Tallinn.

Skipstjóri á Steffano er Guðmundur Bárðarson sem var stýrimaður á Gumundi í Nesi RE 13 sem eins og kunnugt er var seldur til Grænlands fyrir stuttu. Áður var Guðmundur stýrimaður á Pétri Jónssyni RE 69.

„Við vorum norðarlega í Smugunni og hittumst þarna í gær“ sagði Eiríkur í spjalli við mig áðan en hann var með Steffano í nokkur ár þegar togarinn hét Pétur Jónsson RE 69.

2003-2007 minnti hann en það var einmitt árið 2005 sem Eiríkur og áhöfn hans lentu í atviki á Flæmska hattinum og rataði eðlilega í fjölmiðla og lesa má um hér

Léttbáturinn á Steffano. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Þarna var um að ræða þegar rækjutogarinn Gideon sökk og Eiríkur og hans menn á Pétri Jónssyni RE 69 björguðu áhöfninni. Léttabáturinn á myndinni hér að ofan er einmitt sá sem notaður var þá sem og í Smugunni í gær.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s