Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs Þh 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1983. Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 tók þessa mynd af Geira Péturs ÞH 344 á vetrarvertíð á Breiðafirði. Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212. Korri h/f á Húsavík keypti Sigurberg … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344

Aldey ÞH 110

1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rækjubáturinn Aldey ÞH 110 á landleið á Skjálfanda um árið. Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM … Halda áfram að lesa Aldey ÞH 110

Áskell EA 749 á útleið frá Grindavík

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Áskell EA 749 lét úr höfn í Grindavík síðdegis í dag. Í suðvestan þræsing og þungum sjó eins og ljósmyndarinn orðaði það. 2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Von er á nýjum Áskeli á þessu ári eins … Halda áfram að lesa Áskell EA 749 á útleið frá Grindavík

Gasflutningaskipið Clean Planet

Clean Planet. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019. Svafar Gestsson tók þessar myndir í dag af gasflutningaskipinu Clean Planet rétt vestan við Honningsvåg í Finnmörk í Noregi. Honningsvåg í Finmörku. Ljósmynd Svafar Gestsson 2019. Clean Planet er með heimahöfn í Majuro en það siglir undir fána Marshalleyja. Skipið er 289 metra langt og 46 metra breitt. Mælist … Halda áfram að lesa Gasflutningaskipið Clean Planet

Síldarbátar á Raufarhöfn

Síldarbátar við Skorarbryggju á Raufarhöfn. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Á þessari mynd frá Raufarhöfn má sjá síldarbáta liggja við Skorarbryggjuna. Þeir eru tómir og því má gera að því skóna að það hafi verið bræla úti fyrir. Þessi mynd birtist fyrir mörgum árum á gömlu síðunni og þar voru komin nöfn á þessa fjóra sem liggja … Halda áfram að lesa Síldarbátar á Raufarhöfn

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í lengingu í Skagen

2401. Þórunn Sveinnsdóttir VE 401 Karstensens Skibsværft A/S í dag. Ljósmynd Ásgeir Kristjánsson. Fékk þessa mynd senda frá gömlum skipsfélaga í dag sem hann tók í dag í Karstensens Skibsværft A/S í Skagen. Þarna er búið að skera Þórunni Sveinsdóttur VE 401 í sundur og draga til en þarna eiga að koma 6,6 metrar inn … Halda áfram að lesa Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í lengingu í Skagen

Sigurbjörg ÞH 62 á grásleppuveiðum

739. Sigurbjörg ÞH 62 . Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Í dag má leggja grásleppunetin og því upplagt að koma með eina gamla mynd af grásleppubát við veiðar. Þetta er Sigurbjörg ÞH 62 frá Húsavík á veiðum á Skjálfanda um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Myndina tók ég um borð í Kristbjörgu ÞH 44 þar sem ég … Halda áfram að lesa Sigurbjörg ÞH 62 á grásleppuveiðum