Arnfirðingur RE 212

11. Arnfirðingur RE 212 . Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Arnfirðingur RE 212 var smíðaður í Bolsönes Verft, Molde í Noregi árið 1963 fyrir Arnarvík h/f.

Arnfirðingur RE 212 var 30,50 metrar á lengd, 6,87 á breidd og 3,50 metrar á dýpt. Vélin er Lister Blackstone, 660 hestöfl. Hann var lengdur árið 1966 og yfirbyggður 1977.

Vísir sagði svo frá þann 11. júlí 1963:

Þann fimmta þessa mánaðar var hleypt af stokkunum í Noregi 100 feta fiskiskipi, sem hlaut nafnið Arnfirðingur. Arnfirðingur var byggður fyrir Arnarvík h.f., og eru útgerðarmenn hans Hermann Kristjánsson, Kristján Hermannsson, Óskar Hermannsson og Gunnar Magnússon.

M.s. Arnfirðingur er útbúinn nýjustu og fullkomnustu tækjum, sem völ er á. Innréttingar eru smekklegar, úr harðviði og plasti.

Á síðustu tveimur mánuðum hefur skipasmíðastöðin,„Bolsönes Verft“, í Molde afhent, þrjú af skipum, sem pöntuð voru af þessari gerð. Eitt þeirra var fyrir norska aðila, hin tvö fyrir íslenzka. 

Í reynsluferðinni þóttu öll tæki reynast vel, og var hraði skipsins þá mestur 11,25 hnútar.

Báturinn átti eftir að heita Sandafell GK 82, Sandafell SU 210, Freyr ÁR 170, Freyr ÓF 36, Freyr ÁR 102, Freyr GK 157, Freyr ÞH 1, Freyr GK 220 og loks Siggi Þorsteins ÍS 123.

Var rifinn í í brotajárn rétt fyrir hrun.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s