Ársæll EA 74 á grásleppuveiðum á Skjálfandaflóa

403. Ársæll EA 74 ex Farsæll EA 74. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Á þessari mynd er Ársæll EA 74 við grásleppuveiðar á Skjálfandaflóa á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar.

Ársæll EA 74 var í eigu Jóhannesar Jónssonar frá Flatey, búsettur á Akureyri. Hann keypti bátinn árið 1976 frá Hrísey. Jóhannes átti bátinn til ársins 1991 en þá var hann seldur suður á Reykjanes. Báturinn fékk nafnið Ársæll Þór GK 83. Eigandi Hans Wium.

Á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, segir:

Árið 1992 hét báturinn enn sama nafni en eigendur skráðir Óskar Karl Þórhallsson og Dagur Ingimundarson. 

Báturinn endaði lífssiglingu sína í óveðri, sem gekk yfir Reykjanesskagann, þar sem hann lá í höfn á skaganum. Afleiðingar þessara skemmda urðu þær að bátnum var fargað og hann tekinn af skipaskrá 24. nóvember 1992. 

Endalokum náði báturinn svo á áramótabrennu í Garði 31. desember 1994.

Í Tímanum þann 29. júlí 1958 sagði m.a svo frá:

Nýlega afhenti Skipasmíðastöð KEA á Akureyri nýjum eigendum og útgerðarmönnum í Hrísey 8—9 tonna mótorbát, sem stöðin hafði smíðað.

Báturinn heitir Farsæll EA 74 og er hinn snotrasti farkostur og traustlega byggður.

Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari teiknaði bát þennan og sá um smíðina. Er báturinn 8—9 tonn og í honum 44 hestafla Kelvin-vél, sem Ólafur Einarsson setti niður, og hann er búinn venjulegum hjálpar og öryggistækjum.

Sjómönnum varð tíðförult um borð í Farsæl, er hann lá hér við Torfunesbryggju þegar verið var að leggja síðustu hönd á verkið.

Eigendurnir eru bræðurnir Sigmar og Gunnar Jóhannssynir í Hrísey. Þeir eru þegar komnir á handfæraveiðar, en í haust ráðgera þeir að veiða í þorskanet.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution


Ein athugasemd á “Ársæll EA 74 á grásleppuveiðum á Skjálfandaflóa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s