
Skemmtiferðaskipið National Geographic Resolution kom til Húsavíkur um miðjan daginn og hafði nokkurra klukkustunda viðdvöl við Bökugarðinn.
Skipið var afhent skipafélaginu Lindblad Expeditions sl. haust en það var smíðað í Ulstein Verft í Ulsteinvik, Noregi.
Systurskipið NG Endurance kom til Húsavíkur sl. sumar og var þá í jómfrúarferð sinni.
NG Resolution er 124,43 metra langt og 21 metra breitt. Það mælist 12,726 GT að stærð, tekur 126 farþega í 69 káetum. Áhöfn þess telur 112 manns.
Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Þetta skip liggur við bryggju hérna á Seyðisfirði.
Líkar viðLíkar við