National Geographic Resolution

IMO: 9880685. National Geographic Resolution. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Skemmtiferðaskipið National Geographic Resolution kom til Húsavíkur um miðjan daginn og hafði nokkurra klukkustunda viðdvöl við Bökugarðinn.

Skipið var afhent skipafélaginu Lindblad Expeditions sl. haust en það var smíðað í Ulstein Verft í Ulsteinvik, Noregi.

Systurskipið NG Endurance kom til Húsavíkur sl. sumar og var þá í jómfrúarferð sinni.

NG Resolution er 124,43 metra langt og 21 metra breitt. Það mælist 12,726 GT að stærð, tekur 126 farþega í 69 káetum. Áhöfn þess telur 112 manns.

Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “National Geographic Resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s