Anna EA 305 seld til Kanada

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance.

Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar.

Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið eftir að það var sett á söluská.

„Anna er mjög gott línuveiðiskip, sérstaðan er meðal annars sú að línan er dregin í gegnum brunn sem er á miðju skipsins. Helsta ástæða sölunnar er að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og þess vegna þótti okkur rökrétt að selja.

Anna hefur ekki stundað veiðar í nokkurn tíma og skipverjar eru komnir yfir á önnur skip Útgerðarfélags Akureyringa eða Samherja,“ segir Kristján Vilhelmsson á heimasíðu Samherja.

Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s