Salka á leið í hvalaskoðun

1470. Salka ex Pétur afi SH 374. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Eikarbáturinn Salka er hér á leið í hvalaskoðun frá Húsavík í morgun en hún aftur siglinga á dögunum eftir nokkurt hlé.

Salka var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f í Hafnarfirði árið 1976 og hét upphaflega Hafsúlan SH 7. 

Haustið 1983 fékk báturinn nafnið Már NS 87 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Dagbjört  SU 50 frá Fáskrúðsfirði, Haförn HU 4 frá Hvammstanga, Haförn ÍS 177 frá Þingeyri og síðar Bolungarvík, Hafsúla KE 46 frá Keflavík, Hafsúla ST 11 frá Hólmavík, Hafsúla ÍS 741 frá Ísafirði, Hafsúla BA 741 frá Pareksfirði, Kittí BA 741 frá Bíldudal, Jórunn ÍS 140 frá Bolungarvík og Pétur Afi SH 374 frá Ólafsvík. 

Í dag mælist báturinn 29,69 brl. að stærð. Eða 35 BT. Vorið 2018 var sett í bátinn um 400 hestafla Dossan aðalvél.

Sölkusiglingar ehf. á Húsavík eignuðust bátinn haustið 2016 og var hann gerður var upp í Skipavík í Stykkishólmi um veturinn. 

Salka hóf hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík í sumarbyrjun 2017. 

Norðursigling á Húsavík keypti Sölkusiglingar fyrr á þessu ári en auk Sölku á fyrirtækið Fanney.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s