Líflegt við höfnina

Bátar mætast í höfninni á Húsavík í gær. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var líflegt við höfnina á Húsavík í gær er strandveiðibátar komu úr róðri og hvalaskoðunarbátar komu og fóru.

Hér mætast Laxinn ÞH 177 sem var að koma úr róðri og Amma Helga að leggja upp í siglingu með ferðamenn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sylvía

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd var tekin á Húsavík um kaffileytið í dag þegar hvalaskoðunarbáturinn Sylvía kom að landi.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bátar í slipp á Nýársdegi

Bátar í slipp á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Nýársmynd sem tekin var við slippinn á Húsavík eftir hádegi í dag en þar eru uppi tveir af bátum Norðursiglingar.

Þetta eru Náttfari, smíðaður í Stykkishólmi árið 1965 og Sæborg, smíðuð á Akureyri árið 1977.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía ljósum prýdd

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljómynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hérna liggur Sylvía ljósum prýdd í Húsavíkurhöfn en hún er í eigu Gentle Giants sem einnig á Fald ásamt flota Ömmubáta af RIB gerð.

Sylvía var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Whales EA 200 kemur að landi

500. Whales EA 200 ex Gunnar Hámundarson GK 357. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hvalaskoðunarbáturinn Whales EA 200 kemur hér að landi á Hauganesi í byrjun vikunnar.

Báturinn, sem er 53 brl. að stærð, hét upphaflega Gunnar Hámundarson GK 357 og var smíðaður árið 1954 í Ytri Njarðvík. Hann var með smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Gunnar Hámundarson GK 500 var seldur norður á Hauganes haustið 2016 og sumarið eftir hóf hann siglingar með farþega á hvalaslóðir Eyjafjarðar. Útgerð Whales Hauganes ehf. sem einnig gerir út Níels Jónsson EA 106.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Whales EA 200 við bryggju á Hauganesi

500. Whales EA 200 ex Gunnar Hámundarson GK 357. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hvalaskoðunarbáturinn Whales EA 200 liggur hér við flotbryggjuna á Hauganesi í gær og einnig má sjá Níels Jónsson EA 106.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Náttfari ljósum prýddur

993. Náttfari ex Byrefjell. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þeim fjölgar bátunum í Húsavíkurhöfn sem prýðast jólaljósum og í dag kom serían upp á Náttfara.

Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4. 

Þróttur, sem var fyrsti báturinn sem Skipavík smíðaði, hét ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en Norðursigling keypti bátinn árið 1998. Þá hafði hann legið um árabil í reiðuleysi austur á fjörðum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jólaljósin komin upp á Faldinum

1267. Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Jólaljósin eru komin upp á hvalaskoðunarbátnum Faldi þar sem hann liggur í Húsavíkurhöfn.

Það var því skundað niður á stétt núna á sjötta tímanum og teknar nokkrar myndir og hér er ein þeirra.

Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum fyrir Sveinbjörn Joensen útgerðarmann á Þórshöfn árið 1973. 

Í lok sama árs var hann seldur innanbæjar á Þórshöfn og fékk nafnið Faldur ÞH 153. 

Sumarið 2001 var hann keyptur til Húsavíkur og veturinn þar á eftir notaður til að breyta honum í hvalaskoðunarbát. 

Faldur hóf hvalaskoðunarsiglingar á vegum Gentle Giants sumarið 2002 og er enn að. Faldur er 18 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Salka og Fanney komnar í jólabúninginn

1470. Salka og 1445. fanney við bryggju á Húsavík í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þrátt fyrir að enn séu 30 dagar, 20 klukkustundir, 22 mínútur og 10 sekúndur til jóla (þegar þetta er skrifað) eru hvalaskoðunarbátarnir Salka og Fanney komnar í jólabúninginn.

Ef síðuritara skjöplast ekki er það einum 4-5 dögum fyrr en á síðsta ári. Jólaljósin á bátunum lífga alltaf mikið upp á höfnina á Húsavík og vonandi verða þeir sem flestir með seríurnar uppi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Garðar kemur að bryggju í dag

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar kemur hér að bryggju í haustblíðunni í dag.

Upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík. Smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku árið 1964.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2006 og gerði upp til siglinga með ferðamenn. Hann hóf siglingar sumarið 2009.

Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar og mælist hann 109 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution