Hinni og Faldur

1547. Hinni ÞH 70 - 1267. Faldur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Hér liggja Hinni og Faldur saman við bryggju á Húsavík sumarið 2006. Hinni ÞH 70 heitir í dag Draumur og er gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík og Faldur siglir enn á hvalaslóðir Skjálfandaflóa. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Hinni og Faldur

Sylvía í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hér birtist ein mynd af mörgum sem ég tók af hvalaskoðunarbátnum Sylvíu þann 1. október sl. þegar hún eltist við hval undan Húsavíkurhöfða. Gentle Giants gerir Sylvíu út en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976 og hét upphaflega Sigrún ÞH 169 … Halda áfram að lesa Sylvía í hvalaskoðun

Seglskútan Byr

2924. Byr á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Seglskútan kom til Húsavíkur í dag frá Scoresbysund á Grænlandi og hafði samfylgd af Norðursiglingarskonnortunum Ópal og Hildi. Byr er tæplega 30 ára gamalt fley, smíðað úr stáli í Hollandi. Eigandi Láganes ehf. og heimahöfn Ísafjörður. Hér má lesa aðeins um Byr og eiganda þess. Með … Halda áfram að lesa Seglskútan Byr

Knörrinn

306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Knörrinn kom úr hvalaskoðun nú síðdegis og því var um að gera að smella af henni mynd eða tveim. Knörrinn var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn EA 157 með heimahöfn í Hrísey.  Eftir að hafa verið gerður út til … Halda áfram að lesa Knörrinn

Áskell Egilsson á pollinum

1414. Áskell Egilsson ex Ási ÞH 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Áskell Egilsson kemur hér að landi á Akureyri í dag en ekki viðraði vel til hvalaskoðunar á Eyjafirði né Skjálfanda. Upphaflega Vöttur SU 3 smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1975. Vöttur SU 3 hét síðar Vinur EA 80, Aðalbjörg II RE … Halda áfram að lesa Áskell Egilsson á pollinum

Náttfari á landleið

993. Náttfari kemur úr hvalaskoðunarferð í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Náttfari er hér á landleið úr hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag. Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4.  Þróttur, sem var fyrsti báturinn sem Skipavík smíðaði, hét ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en Norðursigling keypti bátinn árið … Halda áfram að lesa Náttfari á landleið