Sylvía sumarið 2007

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Þessar myndir sem nú birtast af hvalaskoðunarbátnum Sylvíu tók ég 19. júlí árið 2007.

Sylvía var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Í sumarbyrjun 2007 kaupir hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík bátinn frá Þingeyri og eftir breytingar í Slippstöðinni á Akureyri hóf hann hvalaskoðunarsiglingar um sumarið á Skjálfanda og gerir enn. Sylvía er 29 brl. að stærð.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Mig minnir að ég hafi farið með Stefáni Guðmundssyni á einhverju fleyi til að mynda Sylvíu. Aðalsteinn Ólafsson er þarna við skipsstjórn á Sylvíu.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Eins og fyrr segir hét báturinn upphaflega Sigrún ÞH 169 og var í eigu Sævars h/f á Grenivík. 1978 er hann seldur til Siglufjarðar þar sem hann fær nafnið Rögnvaldur SI 77. Haustið 1980 er hann seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Reykjaborg RE 25.

Reykjaborg fær nafnið Von BA 33 1998, ári síðar heitir hann Hrímnir ÁR 51 með heimahöfn á Eyrarbakka. Í apríl árið 2003 fær hann nafnið Harpa GK 40 og árið 2005 fær hann nafnið Björgvin ÍS 468. Það er svo snemma sumars 2007 sem hann fær nafnið Sylvía sem hann ber enn þann dag í dag.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Donna Wood í Øfjord

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Donna Wood siglir hér út Øfjord í Scoresby sem umlukinn er háum fjöllum á báða vegu. Hæsti tindurinn 1800 metrar minnir mig.

Fékk upplýsingar um að fjallið Grundvigskirken er 1882 metrar  en lengra frá sjó eru þrír tindar yfir 2000 metrar, sá hæsti 2220 metrar.

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Jólalegt við Húsavíkurhöfn

Húsavík að kveldi 5. desember. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Það var jólalegt um að litast við Húsavíkurhöfn í vikunni þegar seríurnar voru komnar upp á bátum Gentle Giants þar sem þeir liggja við flotbryggju.

Við Húsavíkurhöfn að kveldi 5. desember 2018. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Bjössi Sör í slipp

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Tók þessa mynd í kvöld af hvalaskoðunarbátnum Bjössa Sör prýddum jólaljósum í slippnum á Húsavík

Bjössi Sör hefur verið í vélarskiptum undanfarið en hann var ekki í notkun á síðustu hvalaskoðunarvertíð Norðursiglingar. Á bak við hann í dráttarbrautinni er skonnortan Haukur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Skonnortan Ópal

2851. Ópal. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Hér er skonnortan Ópal við borgarísjaka í Scoresbysundi á Grænlandi haustið 2017. Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið. Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.