Sylvía komin úr slipp

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía kom til Húsavíkur í dag eftir slipp á Akureyri þar sem hún var skveruð fyrir komandi hvalaskoðunarvertíð. Gentle Giants gerir Sylvíu út en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976 og hét upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík. Með því að … Halda áfram að lesa Sylvía komin úr slipp

Dagfari kominn í flotann á ný

1470. Dagfari ex Salka - 1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Dagfari er gamalt og þekkt nafn í húsvíska flotanum og nú hefur nafnið verið tekið upp á ný. Þegar Norðursigling ehf. keypti Sölkusiglingar ehf. voru m.a í þeim pakka eikarbátarnir Fanney og Salka sem upphaflega hét Hafsúlan RE 77. Salka … Halda áfram að lesa Dagfari kominn í flotann á ný

Kuldalegt við Húsavíkurhöfn

993. Náttfari leggur upp í hvalaskoðunarferð. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Það var kuldalegt við Húsavíkurhöfn í morgun þegar Norðursiglingarbáturinn Náttfari lagði upp í hvalaskoðunarferð út á Skjálfanda. Ekki hefur gefið til ferða síðustu daga og tækifærin því nýtt þegar veður leyfir. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Kuldalegt við Húsavíkurhöfn

Tveir danskir

3030. Vestri BA 63 - 260. Garðar mætast á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Á þessari mynd sem tekin var í ágústmánuði í fyrra mætast tvær fleytur í mynni Húsavíkurhafnar. Og þær eiga amk. eitt sameiginlegt, það er smíðaland þeirra sem er Danmörk. Hvalaskoðunarbáturinn Garðar, sem þarna er á útleið, hét upphaflega Sveinbjörn Jakobsson SH … Halda áfram að lesa Tveir danskir

Hinni og Faldur

1547. Hinni ÞH 70 - 1267. Faldur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Hér liggja Hinni og Faldur saman við bryggju á Húsavík sumarið 2006. Hinni ÞH 70 heitir í dag Draumur og er gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík og Faldur siglir enn á hvalaslóðir Skjálfandaflóa. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Hinni og Faldur

Sylvía í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hér birtist ein mynd af mörgum sem ég tók af hvalaskoðunarbátnum Sylvíu þann 1. október sl. þegar hún eltist við hval undan Húsavíkurhöfða. Gentle Giants gerir Sylvíu út en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976 og hét upphaflega Sigrún ÞH 169 … Halda áfram að lesa Sylvía í hvalaskoðun

Seglskútan Byr

2924. Byr á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Seglskútan kom til Húsavíkur í dag frá Scoresbysund á Grænlandi og hafði samfylgd af Norðursiglingarskonnortunum Ópal og Hildi. Byr er tæplega 30 ára gamalt fley, smíðað úr stáli í Hollandi. Eigandi Láganes ehf. og heimahöfn Ísafjörður. Hér má lesa aðeins um Byr og eiganda þess. Með … Halda áfram að lesa Seglskútan Byr