Sylvía leggur upp í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sylvía leggur hér upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag en veðurblíða var við flóann fram eftir degi.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hvalaskoðunarbáturinn Eldey

2910. Eldey ex M/S Norreborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbáturinn Eldey kemur hér til hafnar í Reykjavík á dögunum en báturinn er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.

Á vef fyrirtækisins segir m.a um Eldey:

Eldey (áður þekkt sem M/S Sund Buss Erasmus) var byggð árið 1971 af Lindstölds Skips og Båtbyggeri A/S, Risør (Noregi) ásamt systurskipum hennar: M/S Sund Buss Magdelone og M/S Sund Buss Jeppe.

M/S Erasmus var ferjubátur milli Helsingborgar og Helsingor (Svíþjóð) þar til í september 2001 þegar hún var keypt af sveitarfélaginu Landskrónu (Svíþjóð). Hún var endurskírð M/S Norreborg síðar sama ár og var notuð sem ferjubátur milli Landskrónu og Ven (Svíþjóð).

Eldey kom í hendur Eldingar fjölskyldunnar í apríl árið 2015 og hefur síðan þá gengist undir ýmsar endurnýjanir svo hún henti betur í útsýnisferðir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ópal á legunni

2851. Ópal á legunni í Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd sem var tekin undir kvöld í dag sýnir skonnortuna Ópal þar sem hún liggur á legunni í Húsavíkurhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía leggur í ´ann

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía leggur hér upp í hvalakoðunarferð á Skjálfanda síðdegis í dag.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hólmasól

2922. Hólmasól. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbáturinn Hólmasól frá Akureyri kemur hér úr ferð út á Eyjafjörðinn í gær en það er Akureyri Whale Watching ehf. sem gerir hann út.

Smíðaður hjá Brodrene Aa Eikefjord A/S í Noregi árið 1988 en keyptur hingað til lands 2016.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Garðar

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Norðursiglingarbáturinn Garðar kemur hér úr hvalaskoðunarferð eftir hádegi í dag en renniblíða var á Skjálfandaflóa.

Garðar hét upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík. Smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku árið 1964.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2006 og gerði upp til siglinga með ferðamenn. Hann hóf siglingar sumarið 2009.

Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar og mælist hann 109 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garðar og Náttfari

260. Garðar (fjær) og 993. Náttfari. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbátarnir Garðar og Náttfari mætast hér í hafnarmynninu á Húsavík en myndn var tekin í dag.

Garðar hét upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík. Smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku árið 1964.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2006 og gerði upp til siglinga með ferðamenn. Hann hóf siglingar sumarið 2009.

Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar og mælist hann 109 BT að stærð.

Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4. 

Þróttur, sem var fyrsti báturinn sem Skipavík smíðaði, hét ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en Norðursigling keypti bátinn árið 1998. Þá hafði hann legið um árabil í reiðuleysi austur á fjörðum. 

Náttfari hóf síðan hvalaskoðunarsiglingar sumarið 1999. Náttfari er 60 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía og Faldur

1468. Sylvía og 1267. Faldur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbátar Gentle Giants í morgun, Sylvía að fara frá bryggju og Faldur klár í fyrstu ferð dagsins.

Og ekki skemmir veðurblíðan fyrir maður minn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Konsúll kemur úr hvalaskoðun

2938. Konsúll. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Farþegabáturinn Konsúll kemur hér úr hvalaskoðun á Eyjafirði í gær undir öruggri skipstjórna Adda skólabróður.

Konsúll var smíðaður árið 1985 en bættist í hvalaskoðunarflota Íslendinga vorið 2017 þegar SHB Hvalaskoðun ehf. keypti hann frá Noregi.

Ambassador ehf. gerði hann út til hvalaskoðunar frá Akureyri en í dag er báturinn í eigu Akureyri Whalewatching ehf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ópal og Esja

Esja og Ópal koma til hafnar á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Seglskútan Esja og skonnortan Ópal koma hér til hafnar á Húsavík í síðustu viku en Ópal sigldi í samfloti við Esju frá Akureyri.

Það er hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar siglir Esju í hringferð í kringum landið og létu þær úr höfn í Reykjavík 11. júní síðastliðinn.

Markmið ferðarinnar er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfi hafsins. Sex manna föst áhöfn er á Esju en fjórar konur bætast við á hverjum legg.

Alls 29 þátttakendur voru valdir úr hópi yfir hundrað kvenna sem láta siglingar og umhverfismál sig varða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook svæði þeirra: