
Strandveiðibáturinn Snorri GK 1 kemur hér að landi í Sandgerði á dögunum en hann er gerður út af Hafbakka ehf. með heimahöfn í Sandgerði.
Sómabáturinn Snorri GK 1 var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1990.
Hans upphaflega nafn var Brynjar KE 127 sem hann hét lengst af. Árið 2015 fékk hann nafnið Sævar KE 127 og 2017 fékk hann núverandi nafn en var GK 54.
Það var svo árið 2018 sem hann varð GK 1.


Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution