
Enok AK 8, sem hér kemur að landi í Grindavík vorið 1999, var smíðaður árið 1983 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.
Upphaflega hét báturinn Stakkur RE 186 og var 11,63 brl. að stærð, búinn 115 hestafla G.M vél. Eigendur Sæmundur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Sæmundsson.
Stakkur var seldur vestur á Rif árið 1986 þar sem hann fékk nafnið Stapavík SH 132. Árið 1990 er hann kominn á Skagann og fær nafnið Stapavík AK 132.
Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Enok AK 8, og hét hann því nafni til ársins 1999.
Þá fékk Enok nafnið Anna H GK 80 sem hann bar til ársins 2001 að hann fékk nafnið Rafnkell SF 100. Síðar sama ár fékk hann nafnið Margrét HF 95 og ári síðar Gullfaxi II GK 14.
Þða var svo árið 2004 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Svala Dís KE 29.
Báturinn var lengdur árið 2001 og mælist 11,62 brl. að stærð í dag. Í dag er í honum 203 hestafla Cummins frá árinu 2004.
Enok AK 8 Enok AK 8 Rafnkell SF 100 Gullfaxi II GK 3 Svala Dís KE 29
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution