Diddó ÍS 232

369. Diddó ÍS 232 ex Diddó RE 232. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Diddó ÍS 232 hét alla tíð þessu nafni en upphaflega var hann Diddó BA 45 með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður úr furu og eik í Bátalóni í Hafnarfirði fyrir Þorstein Friðþjófsson á Patreksfirði. Hann var búinn 44 hestafla Kelvinvél. Smíðaár 1963.

Báturinn bar eins og áður segir alla tíð nafnið Diddó en einkennisstafir og númer voru þessi: Frá 1963-1980 BA 45, frá 1980-1982 KÓ 7, frá 1982-1988 RE 232, 1988-1991 ÍS 232 og AK 232 frá 1991 til ársins 1994.

Báturinn var afskráður af skipaskrá árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Magnús SH 205

1264. Magnús SH 205 ex Steinunn SF 40. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Magnús SH 205 er hér nýskveraður að koma að bryggju í slippnum á Akranesi en báturinn var gerður út af Skarðsvík ehf. á Hellissandi.

Saga bátsins kom fram hér á síðunni á dögunum enn hann hét upphaflega Steinunn SF 10 á íslenskri skipaskrá.

Á þeim myndum sem birtust af Steinunni var hún eins og hún var fyrir breytingarnar sem gerðar voru á Seyðisfirði árið 1987. Hér er báturinn s.s yfirbyggður, með nýja brú og skutlengdur.

Vorið 1997 keypti Skarðsvík ehf. á Hellisand Steinunni sem fékk nafnið Magnús SH 205.

Sumarið 2003 varð báturinn SH 206 en þá var kominn nýr Magnús SH 205. Haustið 2004 fékk báturinn nafnið Sæmundur GK 4 eftir að hafa verið seldur til Grindavíkur.

Sæmundur fór í brotajárn erlendi árið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution