Árni Jónsson KE 109

1958. Árni Jónsson KE 109 ex Patrekur BA 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Línubáturinn Árni Jónsson KE 109 kemur hér að landi í Grindavík í aprílmánuði árið 1999.

Báturinn var smíðaður 1988 í Svíþjóð og hét upphaflega Mikley SF 128.

Í Dagblaðinu Vísi kom þessi frétt þann 28. desember 1988:

Nýr bátur, Mikley SF 128, var sjósettur á Höfn um miðjan desemb er. Mikley er sænsk, Starlett, og hefur eigandinn, Bjarni Jónsson, unnið að því í vetur að koma tækjum og innréttingum fyrir í bátnum. Nú er bara að bíða sjóveðurs.

Mikley SF 128 hét síðan Sigurvík SH 117, Trausti KE 73, Trausti BA 66 og Patrekur BA 66 áður en hún fékk nafnið Árni Jónsson KE 109. Það var haustið 1998 en í september árið síðar kom upp eldur í bátnum þar sem hann lá við bryggju í Ólafsvík .

Skemmdist báturinn mikið en var gerður upp og fékk nafnið Þjóðbjörg GK 110, síðar Heimdallur GK 110.

Báturinn heitir í dag Fannar EA 29 en það nafn fékk hann haustið 2009 eftir að Elvar Þór Antonsson á Dalvík eignaðist hann.

Hann er 9,97 metrar að lengd og mælist 8,72 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s