Rán ÞH 141

6501. Rán ÞH 141 ex Gæsi NS 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rán ÞH 141, sem var í eigu Smára Gunnarssonar á Húsavík, var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1983 og hét upphaflega Máni RE 173.

Á árunum 1985 til 1987 var báturinn á Húsavík undir nafninu Dísa ÞH 374 en þaðan fór hann til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Gæsi NS 77.

Það var svo árið 1990 sem báturinn kom aftur til Húsavíkur og var þar í rúmlega ár en þaðan fór hann til Akureyrar.

Báturinn hélt Ránarnafninu það sem eftir var, fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík.

Rán var afskráð í febrúar árið 2005 vegna skemmda sem höfðu orðið á bátnum. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution