Húsavíkurhöfn vorið 1994

Húsavíkurhöfn vorið 1994. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var að öllum líkindum tekin vorið 1994 og vil ég meina að það hafi verið um páska.

Eins og sjá má var annar bragur við höfnina þá en nú og margir að gera út báta, stóra sem smáa.

Ef við byrjum að nefna þa sem eru við Þvergarðinn þá eru það Kolbeinsey ÞH 10 og utan á henni Björg Jónsdóttir II ÞH 320. Fyrir framan Aldey ÞH 110.

Fremst við Suðurgarðinn, sem þá var bara kallaður bryggjan, eru Björg Jónsdóttir ÞH 321, utan á henni Aron ÞH 105, Guðrún Björg ÞH 60 og Kristey ÞH 25.

Því næst Júlíus Havsteen ÞH 1 og fyrir ofan hann Kristbjörg ÞH 44 og Geiri Péturs ÞH 344.

Við trébryggjuna eru Fram ÞH 62 sem er undir fremri kranannum og ofan við hann Sóley ÞH 349, Eyrún ÞH 268 og Gunni Mara ÞH 8, minnir mig. Fyrir framan Sóley er Árni ÞH 127.

Næst bryggjunni ofan við Árna er Bára ÞH 7 og utan á henni Alda ÞH 230 og Nafni ÞH 32.

Neðst í horninu glittir í Bjarka ÞH 271. Þá er eftir báturinn sem er út á höfninni og minnir mig að þetta sé Gissur ÞH 98.

Það er nú svo.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Knarrarnes KE 399

1251. Knarrarnes KE 399 ex Knarrarnes EA 399. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Knarrarnes KE 399 sem hér sést koma að landi í Sandgerði var smíðað í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1972.

Báturinn, sem var 11 brl. að stærð, hét alla tíð Knarrarnes. Hann var upphaflega GK 157 og smíðaður fyrir Indriða Kristinsson og Guðjón Indriðason í Hafnarfirði.

Haustið 1974 var báturinn seldur vestur í Bolungarvík þar sem hann varð ÍS 99. Eigandi Jakob Ragnarsson.

Um ári síðar var báturinn kominn aftur suður. Fékk GK 99 og heimahöfnin varð Vogar á Vatnsleysuströnd. Eigandi Helmuth Guðmundsson.

Vorið 1978 kaupa bátinn Grétar Árnason á Akureyri og Jakob Líndal Þingeyri bátinn sem verður EA 399 með heimahöfn á Akureyri.

Gunnlaugur Þorgilsson í Njarðvík kaupir Knarrarnesið í nóvember 1979 og einhverju síðar verður það KE 399.

Knarrarnes KE 399 fórst fórst með þremur mönnum út af Garðskaga 12. mars 1988.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ólafur Jónsson GK 404

1471. Ólafur Jónsson GK 404. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ólafur Jónsson GK 404 frá Sandgeri er hér á toginu um árið en myndina tók ég um borð í Geira Péturs ÞH 344. Sennilega árið 1988.

Um komu ólafs Jónssonar GK 404 til landsins sagði m.a svo frá í 6 tbl. Ægis 1977:

13. janúar sl. bættist nýr skuttogari í flota landsmanna, m/s Ólafur Jónsson GK 404. Skuttogari þessi er byggður í Gdynia í Póllandi hjá skipasmíðastöðinni Stocznia im.Komuny Paryskiey, nýsmíði
B 402/1.

Ólafur Jónsson GK er fyrsti skuttogarinn í raðsmíði þriggja skuttogara af sömu gerð fyrir Íslendinga. Áður hefur umrædd stöð byggt sjö skuttogara fyrir íslendinga, fyrst tvo skuttogara sem afhentir voru árið 1972, síðan fimm eftir sömu teikningu, þó með breytingum á fyrirkomulagi og vélabúnaði, sem afhentir voru árið 1974.

Ólafur Jónsson GK er í eigu fyrirtækjanna Keflavíkur h.f. í Keflavík og Miðness h.f. Sandgerði. Skipstjóri á Ólafi Jónssyni GK er Kristinn Jónsson og 1. vélstjóri Halldór Pálmarsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Ólafur B. Ólafsson.

Ólafur Jónsson GK 404 var 52,05 metrar að lengd, 10,76 metrar á breidd og mældist 488 brl. að stærð. Hann var búinn 2200 hestafla Sulzer aðalvél.

Togarinn fór í umfangsmiklar breytingar í Póllandi sem hófust í júní árið 1989 og kom skipið úr þeim síðla vetrar 1990.

Í 11. tbl. Faxa sagði m.a:

Helstu breytingar fólust í því að skipið var lengt um 10 metra. Brúin var hækkuð um eina hæð, byggður var hvalbakur á skipið, skipt um dekkkrana og togvindur teknar upp.

Þá var skipt um togvindumótora og lestin útbúin fyrir kör auk þess sem lest var smíðuð á milliþilfari. Skipt var um innréttingar að miklum hluta og öll aðstaða áhafnar endurbætt stórlega.

Þá var gerð endurnýjun á tækjakosti í brú skipsins, m.a. settur nýr radar og fleira. Eftir breytingarnar er skipið nú 718 tonn en var áður 488.

Ólafur Jónsson GK 404 var gerður að frystitogara árið 1995. Um áramótin 1997-1998 voru fyrirtækin Miðnes og Haraldur Böðvarsson & co sameinuð og árið 1998 var Ólafur Jónsson GK 404 seldur til Rússlands. Þar fékk hann nafnið Viking.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.