Kaldbakur og Harðbakur við ÚA bryggjuna

1395. Kaldbakur EA 1 og 1412. Harðabakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér liggja Spánartogararnir Kaldbakur EA 1 og Harðbakur EA 3 (fjær) við ÚA bryggjuna á Akureyri í júlímánuði árið 2004.

Þeir voru smíðaðir fyrir ÚA í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Kaldbakur EA 301 kom á undan, í desember árið 1974 og Harðbakur EA 303 kom í marsmánuði árið 1975.

Kaldbakur fór í brotajárn í Belgíu árið 2018, hét þá Sólbakur EA 301.

Harðbakur hefur heitið Poseidon eftir að honum var breytt í rannsóknarskip fyrir rúmum tíu árum eða svo.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grímsnes GK 555

89. Grímsnes GK 555 ex Grímsnes BA 555. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Grímsnes GK 555 lá fyrir linsunni hjá Jóni Steinari í gær þegar báturinn kom til hafnar í Grindavík.

Grímsnes GK 55 er gert út af Hólmgrími Sigvaldasyni.

Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði, smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk As í Noregi 1963 fyrir Varðarútgerðina hf á Stöðvarfirði.

Hefur heitið eftirfarandi nöfnum í gegnum tíðina:

Heimir SU 100, Mímir ÍS, Hafaldan SU, Ásgeir Magnússon GK, Árni Geir KE, Happasæll KE, Sædís HF, Mímir ÍS, Sædís ÍS, Grímsnes GK, Grímsnes HU, Grímsnes GK Grímnes BA og Grímsnes GK.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásdís ÍS 2

2313. Ásdís ÍS 2 ex Örn GK 114. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Dragnótabáturinn Ásdís ÍS 2 er gerð út af Mýrarholti ehf. á Bolungarvík sem keypti bátinn árið 2017 og kom hann í stað minni báts með sama nafni.

Upphaflega og lengst af hefur báturinn heitið Örn KE 14 en hann var smíðaður árið 1999 í Póllandi fyrir Sólbakka ehf. í Keflavík.

Síðustu árin var hann GK 114 með heimahöfn í Sandgerði. Stakkavík í Grindavík keypti bátinn haustið 2016 og seldi hann síðan Mýrarholti ehf. nokkrum mánuðum síðar.

Ásdís ÍS 2 er 159 BT að stærð, lengd hennar er 21,95 metrar og hún er 8 metra breið. Upphaflega var í henni Cummins aðalvél, 608 hestöfl að stærð.

Í vetur var skipt um aðalvél og sett í hana ný vél sömu gerðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution