Sæbjörg í slipp á Akureyri

1132. Sæbjörg EA 184 ex Sæljón SH 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Hér var verið að skvera Sæbjörgu EA 184 frá Grímsey í slippnum á Akureyri vorið 1984.

Sæbjörg hét upphaflega Sæljón BA 100 og var smíðuð í Bátalóni fyrir Breið hf. á Patreksfirði árið 1970.

Sumarið 1971 var Sæljónið selt til Ólafsvíkur og varð Sæljón SH 9 en í ársbyrjun 1973 var báturinn, sem var 11 brl. að stærð seldur norður í Grímsey.

Þar fékk báturinn nafnið Sæbjörg EA 184 sem hann bar allt til loka en hann var tekinn af skipaskrá haustið 1991. Síðustu mánuðina bar hann einkennisstafina EA 984 en þá hafði ný og stærri Sæbjörg leyst hann af hólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björgvin EA 311

1937. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Björgvin EA 311 er hér að koma að landi á Dalvík í júlímánuði árið 2012 en þar hefur hans heimahöfn verið frá því togarinn kom nýr til landsins árið 1988.

Hér má lesa aðeins um Björgvin EA 311 en eigandi hans í dag er Samherji Ísland ehf. sem gerir hann út sem ísfisktogara.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution