Drottningin kom að landi í dag

1076. Jóhanna Gísladóttir GK 557 ex Jóhanna Gísladóttir ÍS 7. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Drottning línuveiðaranna, eins og sumir kalla Jóhönnu Gísladóttur GK 557, sést á þessum myndum Jóns Steinars koma inn til Grindavíkur fyrr í dag af austfjarðarmiðum.

Aflinn hjá henni sem fékkst í 5 lögnum var 320 kör sem gerir um 100 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þorsteinn kemur að

Þorsteinn ÞH 115 ex Þorsteinn GK 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Það styttist í að vetrarvertíð hefjist en samkvæmt almanak.is hefst hún daginn eftir Kyndilmessu. Hér á myndinni sést Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn koma að bryggju í Njarðvík á vertíðinni 2018.

Um vetrarvertíð segir á almanak.is:

vetrarvertíð (á Suðurlandi), veiðitími að vetri; telst frá fornu fari hefjast daginn eftir kyndilmessu, þ. e. 3. febrúar, nema ef það er sunnudagur, þá 4. febrúar, –vertíð. Vertíðinni lýkur 11. maí (lokadag). Tímamörk vetrarvertíðar voru staðfest með alþingissamþykkt um breytt tímatal árið 1700, en í gamla stíl hófst vetrarvertíð á Pálsmessu (25. janúar).

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution