Lundey ÞH 350

1382. Lundey ÞH 350 ex Svala NK 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Lundey ÞH 350 hét upphaflega Kópur SI 7 og var 6 brl. að stærð, smíðaður af Sigurði Konráðssyni á Siglufirði árið 1974.

Árið 1975 seldi Sigurður bátinn til Hríseyjar þar sem hann hélt nafni sínu en varð EA 274. Kaupandi var Örn Snorrason.

Guðmundur Karl Karlsson kaupir bátinn árið 1976 og nefnir Svölu NK 54 með heimahöfn á Neskaupstað.

Það var svo árið 1979 sem Kristbjörn Árnason skipstjóri á Húsavík, Bóbi á Sigurði, kaupir bátinn og nefndi Lundey ÞH 350. Hann átti bátinn til ársins 1993 að hann fór á áramótabrennuna á Húsavík. 1991 fékk báturinn nafnið Lundey II ÞH 351 en þá hafði Bóbi keypt Gáskabát sem hann nefndi Lundey ÞH 350. Í desember 1992 var báturinn afskráður og eins og fyrr segir brenndur á báli 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution