Enok AK 8

1666. Enok AK 8 ex Stapavík AK 132. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Enok AK 8, sem hér kemur að landi í Grindavík vorið 1999, var smíðaður árið 1983 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Upphaflega hét báturinn Stakkur RE 186 og var 11,63 brl. að stærð, búinn 115 hestafla G.M vél. Eigendur Sæmundur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Sæmundsson.

Stakkur var seldur vestur á Rif árið 1986 þar sem hann fékk nafnið Stapavík SH 132. Árið 1990 er hann kominn á Skagann og fær nafnið Stapavík AK 132.

Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Enok AK 8, og hét hann því nafni til ársins 1999.

Þá fékk Enok nafnið Anna H GK 80 sem hann bar til ársins 2001 að hann fékk nafnið Rafnkell SF 100. Síðar sama ár fékk hann nafnið Margrét HF 95 og ári síðar Gullfaxi II GK 14.

Þða var svo árið 2004 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Svala Dís KE 29.

Báturinn var lengdur árið 2001 og mælist 11,62 brl. að stærð í dag. Í dag er í honum 203 hestafla Cummins frá árinu 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árni Jónsson KE 109

1958. Árni Jónsson KE 109 ex Patrekur BA 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Línubáturinn Árni Jónsson KE 109 kemur hér að landi í Grindavík í aprílmánuði árið 1999.

Báturinn var smíðaður 1988 í Svíþjóð og hét upphaflega Mikley SF 128.

Í Dagblaðinu Vísi kom þessi frétt þann 28. desember 1988:

Nýr bátur, Mikley SF 128, var sjósettur á Höfn um miðjan desemb er. Mikley er sænsk, Starlett, og hefur eigandinn, Bjarni Jónsson, unnið að því í vetur að koma tækjum og innréttingum fyrir í bátnum. Nú er bara að bíða sjóveðurs.

Mikley SF 128 hét síðan Sigurvík SH 117, Trausti KE 73, Trausti BA 66 og Patrekur BA 66 áður en hún fékk nafnið Árni Jónsson KE 109. Það var haustið 1998 en í september árið síðar kom upp eldur í bátnum þar sem hann lá við bryggju í Ólafsvík .

Skemmdist báturinn mikið en var gerður upp og fékk nafnið Þjóðbjörg GK 110, síðar Heimdallur GK 110.

Báturinn heitir í dag Fannar EA 29 en það nafn fékk hann haustið 2009 eftir að Elvar Þór Antonsson á Dalvík eignaðist hann.

Hann er 9,97 metrar að lengd og mælist 8,72 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðmundur Ólafur í slipp á Akureyri

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Guðmundur Ólafur ÓF 91 frá Ólafsfirði er hér uppi í slippnum á Akureyri um árið en hann var keyptur til Ólafsfjarðar í ársbyrjun 1983.

Upphaflega hét skipið Börkur NK 122 frá Neskaupstað, smíðaður í Noregi árið 1966.  Árið 1972 fékk hann nafnið Bjarni Ólafsson AK 70, lengt og yfirbyggt árið 1975. Eftir það mældist hann 288 brl. að stærð.

Árið 1977 fékk hann nafnið Arnarnes HF 52 og 1981 Krossanes SU 5 en það hét hann þegar Garðar Guðmundsson keypti hann frá Djúpavogi.

Meira síðar…

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution