Krossanes SU 5

177. Krossanes SU 5 ex Bergvík VE 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Krossanes SU 5 kom nokkuð til Húsavíkur þegar það var gert út til úthafsrækjuveiða af Goðaborg hf. á Fáskrúðsfirði.

Báturinn hefur borið mörg nöfn í gegnum tíðina en heitir Fönix ST 177 í dag.

Upphaflega hét hann Seley SU 10 og var smíðaður í Noregi árið 1960.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geir SH 217

1739. Geir SH 217 ex Sigrún ÍS 900. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geir SH 217 er hér að færa sig til í Reykjavíkurhöfn um árið, sennilega eftir löndun á markað.

Geir SH 217 hét upphaflega Sigrún ÍS 900 á íslenskri skipaskrá og var fyrst í eigu Theodórs Nordquist og Svavars Péturssonar og síðar Ásrúnar hf. á Ísafirði. Hann var smíðaður í Finnlandi 1979 en keyptur hingað til lands 1986.

Báturinn var seldur til Ólafsvíkur og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey SF 88.

Frá Hornafirði fór báturinn til Raufarhafnar árið 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996. Á Raufarhöfn fékk hann nafnið Sléttunúpur og var ÞH 272. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution