Sæfari AK 55 á Siglufirði

208. Sæfari AK 55 ex Kópur EA 33. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Hér kemur mynd Hannesar Baldvinssonar á Siglufirði og sýnir hún vélbátinn Sæfara AK 55 frá Akranesi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sæfara ber fyrir augu lesenda síðunnar því áður hefur birst mynd af honum og var hún einnig tekin af Hannesi Baldvinssyni.

Við þá mynd sagði m.a: Sæfari AK var smíðaður fyrir Ríkissjóð Íslands í Svíþjóð árið 1947 og mældist 102 brl. að stærð.

Upphaflega hét báturinn Haukur 1 ÓF 5 og var í eigu Hauks h/f á Ólafsfirði. Seldur 1957 Fiskvinnslunni h/f á Akureyri og fékk báturinn nafnið Kópur EA 33.

Seldur Fiskiveri h/f á Akranesi 1958 og fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni. 

Sæfari AK 55 var seldur til Grindavíkur 1965 þar sem hann fékk nafnið Ólafía GK 98. Selt til Reykjavíkur 1971, kaupandinn Guðmundur Ragnarsson breytti ekki nafni né númeri. Báturinn fékk nafnið Sigmundur Sveinsson RE 317 þegar Bjarni Sæberg Þórarinsson og Ölver Skúlason keyptu hann árið 1972. 

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1974. Uppl. íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s