
Svanur ÍS 214 var smíðaður árið 1960 í Þýskalandi og var 101 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður fyrir Álftfirðing h/f og var heimahöfn hans Súðavík.
Svanur ÍS 214 sökk í róðri út af Ísafjarðardjúpi þann 29. janúar árið 1969. Sex manna áhöfn hans komst um borð í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði þeim.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution