Þorkell Árnason GK 21

1231. Þorkell Árnason GK 21 ex Hafalda SU 155. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þorkell Árnason GK 21 úr Garðinum er á þessum myndum sem teknar voru á mismunandi tímum að koma til hafnar í Sandgerði en þaðan var hann lengstum gerður út.

Báturinn var smíðaður í Dráttarbrautinni hf. í Neskaupsstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Báturinn hét Hafalda SU 155 og var 65 brl. að stærð.

Árið 1974 var hann seldur suður í Garð og fékk hann þá nafnið Þorkell Árnason GK 21. Eigendur vorur Þórhallur og Ægir Frímannssynir, síðar Þorkell Árnason ehf.

Eitthvað var bátnum breytt í gegnum tíðina, yfirbyggður 1991 og þá væntanlega skipt um brú um leið. Þá var skipt um aðalvél 1984.

Árið 2007 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann hét um tíma Darri EA 32 og var gerður út af Dalorku ehf. á Dalvík.

Í ársbyrjun 2008 var báturinn kominn aftur í Garðinn þar sem hann fékk hann nafnið Ásta GK 262 og var í eigu Hafkletta ehf. en árið 2012 er Nesfiskur hf. skráður útgerðaraðili.

Ásta GK 262 fór í núllflokk á Fiskistofu 1. september 2014 en hvað varð um bátinn er spurning ?

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Máni HF 149

1190. Máni HF 149 ex Máni ÍS 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Máni HF 149 var upphaflega SU 38 og smíðaður í Bátalóni árið 1971 fyrir þá Stefán Aðalsteinsson og Gunnlaug Reimarsson á Djúpavogi.

Báturinn hét Máni alla tíð en hann var tekinn af skipaskrá árið 2008. Þegar myndin var tekin var hann í eigu Útvíkur hf. í Hafnarfirði.

Hann bar einkennisstafina SU 38, ÍS 28, BA 14, VS 3, ÍS 54, HF 149. ÍS 97 og ÍS 59. Heimahafnirnar voru Djúpivogur, Ísafjörður, Bíldudalur, Vík, Þingeyri, Hafnarfjörður, Flateyri og Bolungarvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir af Víkingi AK 100 koma til hafnar í Reykjavík voru teknar um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að haustlagi ef minni ljósmyndarans er rétt.

Um Víking AK 100 er það að segja að hann hét alla tíð Víkingur AK 100 og þjónaði eigendum sínum í yfir hálfa öld

Byggður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverksmiðju Akraness. Yfirbyggður og breytt í nótaskip árið 1977. 

Sett var ný brú á Víking sumarið 1989 og var það Slippstöðin á Akureyri sem sá um verkið.

Sögu Víkings AK 100 má lesa í grein Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution